Fara í efni

Dýraafurðir frá EES sem eiga uppruna í 3. ríkjum

Varðar innflutning á eftirtöldum búfjárafurðum sem framleiddar eru í 3. ríkjum (löndum utan EES að undanskildu Bretlandi, Sviss, Grænlandi og Færeyjum) en fluttar eru til Íslands í gegnum EES:

 • Kjöt, unnið sem óunnið, innmatur, sláturúrgangur sem ekki hefur hlotið hitameðferð (72°C í 15 sek. eða sambærilega meðferð)
 • Egg, eggjaskurn og eggjaafurðir sem ekki hafa hlotið hitameðferð (65°C í 5 mínútur eða sambærilega meðferð)
 • Ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir. 
 • Dýrafóður sem inniheldur hráar dýraafurðir.

Sérstakar reglur um hrátt (óhitameðhöndlað) kjöt og kjötafurðir

 • Áður en flutt er inn í fyrsta sinn skal sækja um innflutningsleyfi til Matvælastofnunar með því að senda tölvupóst til mast@mast.is með eftirfarandi upplýsingum: Innflytjandi ( nafn og heimilisfang), framleiðandi (nafn og heimilisfang), samþykkisnúmer framleiðanda (EU approval number),  vörutegund/heiti. Leyfisumsókn er tekin til meðferðar skv. 4. grein reglugerðar nr. 1250/2019 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Innflutningsleyfi skal liggja fyrir áður en vara er send til landsins.

Tilkynna skal innflutning á  ofangreindum afurðum sem flutttar eru inn í gegnum ESB/EES ríki en eiga uppruna í þriðja ríki,  í þjónustugátt Matvælastofnunar á eyðublaði 4.32 eða 4.33 eins og við á: 

 • 4.33 Tilkynning um innflutning á hráum/óhitameðhöndluðum kjötvörum (kafli 2 í tollskrá) með uppruna í þriðja ríki sem fluttar eru til Íslands í gegnum ESB/EES.
 • 4.32 Tilkynning um innflutning á eftirlitsskyldum vörum/afurðum sem ekki skulu skráðar í TRACES. T.d. hitameðhöndlaðar kjötvörur með uppruna í 3ja ríki, hunang og ýmis önnur matvara, veiðiminjar, fjaðrir, o.fl. Dýraafurðir og aðrar eftirlitsskyldar afurðir sem fluttar eru beint til Íslands frá 3ja ríki skal tilkynna í Traces og undirgangast eftirlit á samþykktri landamærastöð.

 • ATH! Dýraafurðir og aðrar eftirlitsskyldar afurðir sem fluttar eru beint til Íslands frá 3ja ríki skal tilkynna í Traces og undirgangast eftirlit á samþykktri landamærastöð - sjá nánar hér.

Eftirtalin skjöl skulu fylgja tilkynningu, eins og við á:

 • Sundurliðaður vörureikningur
 • CHED  (common health entry document: samræmda dýraheilbrigðis- og innflutningsvottorðið: vottorð gefið út í Traces til staðfestingar á því að vara/sending hafi staðist landamæraeftirlit inn á EES svæðið).
 • Hráar kjötafurðir (tollflokkar 0202, 0203, 0204, 0207, 0208): 1) vottorð (rannsóknarniðurstöður) sem staðfestir að vörurnar séu lausar við salmonellusýkla; 2) staðfestingu framleiðanda á því að kjötið hafi verið geymt við a.m.k. -18°C í 30 daga fyrir tollagreiðslu
 • Unnar kjötvörur (tollflokkar 0210, 1601, 1602): skila skal inn staðfestingu framleiðanda á öðru af eftirfarandi: 1) hitameðferð: kjarnhiti hefur náð 72°C í 15 sekúndur; eða 2) gerjun/þroskun: varan hafi aw gildi lægra eða jafnt og 0,93 og pH gildi lægra eða jafnt og 6,0 
 • Mjólkurafurðir: staðfesting framleiðanda á gerilsneyðingu
 • Egg: hitameðferð þannig að varan hafi verið hituð í 65°C í fimm mínútur eða hlotið sambærilega meðferð að mati Mast.
 • Þurrkað kjöt: kjötið skal hafa hlotið meðferð sem að mati Mast fullnægjandi sem fyrirbyggjandi meðferð sbr. aðferðir hér að ofan.
 • Ostar (tollflokkar 0406.2000 og 0406.3000) skulu hafa hlotið viðeigandi meðferð þannig að ostamassinn hefur fengið hitameðhöndlun að lágmarki 48°C, varan hafi verið geymd í a.m.k. 6 mánuði við hitastig sem er ekki lægra en 10°C og með rakastig minna en 36%.
 • Hrátt gæludýrafóður: Opinbert uppruna- og heilbrigðisvottorð, þ.e. CHED sem sýnir fram á að varan hafi staðist landamæraskoðun við komu til EES.

Uppfært 27.10.2023
Getum við bætt efni síðunnar?