Fara í efni

Dýraafurðir frá EES sem eiga uppruna í 3. ríkjum

Varðar innflutning á eftirtöldum búfjárafurðum sem framleiddar eru í 3. ríkjum (löndum utan EES að undanskildu Bretlandi, Sviss, Grænlandi og Færeyjum) en fluttar eru til Íslands í gegnum EES:

  • Kjöt, unnið sem óunnið, innmatur, sláturúrgangur sem ekki hefur hlotið hitameðferð (72°C í 15 sek. eða sambærilega meðferð)
  • Egg, eggjaskurn og eggjaafurðir sem ekki hafa hlotið hitameðferð (65°C í 5 mínútur eða sambærilega meðferð)
  • Ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir. 
  • Dýrafóður sem inniheldur hráar dýraafurðir.

Áður en flutt er inn í fyrsta sinn skal sækja um innflutningsleyfi til Matvælastofnunar með því að senda tölvupóst til mast@mast.is með eftirfarandi upplýsingum: Innflytjandi ( nafn og heimilisfang), framleiðandi (nafn og heimilisfang), samþykkisnúmer framleiðanda (EU approval number),  vörutegund/heiti. Leyfisumsókn er tekin til meðferðar skv. 4. grein reglugerðar nr. 1250/2019 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Innflutningsleyfi skal liggja fyrir áður en vara er send til landsins.

Þegar sending berst til landsins skal skrá innflutningstilkynningu í þjónustugátt á eyðublað 4.32 og skulu eftirtalin gögn fylgja tilkynningu, eins og við á:

  • Sundurliðaður vörureikningur
  • CHED  (common health entry document: samræmda dýraheilbrigðis- og innflutningsvottorðið: vottorð gefið út í Traces til staðfestingar á því að vara/sending hafi staðist landamæraeftirlit inn á EES svæðið).
  • Hráar kjötafurðir (tollflokkar 0202, 0203, 0204, 0207, 0208): 1) vottorð (rannsóknarniðurstöður) sem staðfestir að vörurnar séu lausar við salmonellusýkla; 2) staðfestingu framleiðanda á því að kjötið hafi verið geymt við a.m.k. -18°C í 30 daga fyrir tollagreiðslu
  • Unnar kjötvörur (tollflokkar 0210, 1601, 1602): skila skal inn staðfestingu framleiðanda á öðru af eftirfarandi: 1) hitameðferð: kjarnhiti hefur náð 72°C í 15 sekúndur; eða 2) gerjun/þroskun: varan hafi aw gildi lægra eða jafnt og 0,93 og pH gildi lægra eða jafnt og 6,0 
  • Mjólkurafurðir: staðfesting framleiðanda á gerilsneiðingu
  • Egg: hitameðferð þannig að varan hafi verið hituð í 65°C í fimm mínútur eða hlotið sambærilega meðferð að mati Mast.
  • Þurrkað kjöt: kjötið skal hafa hlotið meðferð sem að mati Mast fullnægjandi sem fyrirbyggjandi meðferð sbr. aðferðir hér að ofan.
  • Ostar (tollflokkar 0406.2000 og 0406.3000) skulu hafa hlotið viðeigandi meðferð þannig að ostamassinn hefur fengið hitameðhöndlun að lágmarki 48°C, varan hafi verið geymd í a.m.k. 6 mánuði við hitastig sem er ekki lægra en 10°C og með rakastig minna en 36%.
  • Hrátt gæludýrafóður: Opinbert uppruna- og heilbrigðisvottorð, þ.e. CHED sem sýnir fram á að varan hafi staðist landamæraskoðun við komu til EES.

Uppfært 02.05.2023
Getum við bætt efni síðunnar?