Fara í efni

Verslun og dreifing fóðurs

Sala og dreifing á fóðri fyrir dýr í matvælaframleiðslu

Allt fóður skal vera skráð hjá Matvælastofnun hvort sem það sé innflutt eða framleitt innanlands.

Öll fyrirtæki sem koma að sölu, geymslu og dreifingu fóðurs fyrir dýr í matvælaframleiðslu eiga að vera skráð hjá Matvælastofnun. Á það við um eftirfarandi fyrirtæki:

  • Innflutningsfyrirtæki á fóðri
  • Starfsstöðvar sem selja fóður í heildsölu.
  • Starfsstöðvar sem selja fóður í smásölu – geta verið fleiri en ein innan sama fyrirtækis.
  • Flutningafyrirtæki.
  • Allar starfsstöðvar sem geyma fóður, þ.m.t. starfsstöðvar flutningafyrirtækja.
  • Söluskrifstofur eða umboðssalar sem selja fóður, jafnvel þótt fóður komi ekki í þeirra vörslu.

Fyrirtæki sem flytja inn og selja aukefni og forblöndur aukefna eru leyfisskyld og því undir reglubundnu eftirliti Matvælastofnunar.

Sótt er um skráningu og leyfi rafrænt   í þjónustugátt á heimasíðu Matvælastofnunar. 

Sala og dreifing á fóðri fyrir gæludýr

Allt fóður skal vera skráð hjá Matvælastofnun hvort sem það sé innflutt eða framleitt innanlands

Fyrirtæki sem flytja inn gæludýrafóður og annast heildsölu á pökkuðu gæludýrafóðri eiga að vera skráð hjá Matvælstofnun.

Pökkun á gæludýrafóðri er leyfisskyld og því undir reglubundnu eftirliti Matvælastofnunar.

Sótt er um skráningu og leyfi rafrænt   í þjónustugátt á heimasíðu Matvælastofnunar. 

 

Uppfært 14.11.2019
Getum við bætt efni síðunnar?