Fara í efni

Vottunarskylda

Óheimilt er að nota hvers kyns orð hugtök eða myndir sem vísa í lífræna framleiðslu á merkingum umbúða, í auglýsingaefni eða viðskiptaskjölum nema framleiðslan uppfylli skilyrði í reglugerð um lífræna framleiðslu og hafi hlotið vottun til notkunar á vörumerkinu, sjá nánar í 13. grein (g) í lögum um matvæli nr. 93/1995 og 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Aðili sem ekki hyggst sækjast eftir vottun skal fjarlægja allar vísanir í lífrænar framleiðsluaðferðir af merkingum umbúða, auglýsingaefni og viðskiptaskjölum.

Óheimilt er að nota hvers kyns orð hugtök eða myndir sem vísa í lífræna framleiðslu á merkingum umbúða, í auglýsingaefni eða viðskiptaskjölum nema framleiðslan uppfylli skilyrði í reglugerð um lífræna framleiðslu og hafi hlotið vottun til notkunar á vörumerki til lífrænnar framleiðslu frá lögbæru yfirvaldi eða vottunarstofu. 

Skráning rekstraraðila, vottun og undanþága frá vottunarkröfu er nánar skilgreind í reglugerð 205/2023um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænt ræktaðra vara. Rekstraraðilar sem hyggja á framleiðslu, sölu eða dreifingu á lífrænum vörum skulu tilkynna starfsemi sína til Matvælastofnunar í gegnum þjónustugátt Mast á umsókn nr. 4.49  

Reglurnar gilda um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða, lagareldisdýra, sjávargróðurs, matvæla og fóðurs, aðlögun að lífrænni framleiðslu og merkingu lífrænna vara. Reglugerðin gildir um öll stig framleiðslu, vinnslu, dreifingar og sölu, sem og innflutning á slíkum vörum frá löndum utan EES.  

Fyrirkomulag vottunar og eftirlits með lífrænni framleiðslu 

Matvælastofnun hefur framselt vottun og eftirlit með lífrænni framleiðslu til sjálfstætt starfandi vottunarstofu. Vottunarstofan Tún er eini aðilinn sem hefur faggildingu til að votta lífræna framleiðslu á Íslandi en fleiri hafa ekki sóst eftir að sinna þessu verkefni hérlendis.

Allir sem rækta, framleiða, geyma, dreifa, selja eða flytja, lífrænt vottuð matvæli eða fóður, inn eða út úr landinu skulu hafa vottun frá faggildri vottunarstofu. 

Vottun um lífræna framleiðslu kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundið starfsleyfi til matvælavinnslu frá Mast eða heilbrigðisnefnd viðkomandi sveitarfélags eftir því sem við á. Hér er yfirlit yfir heilbrigðiseftirlitssvæðin http://www.shi.is 

Einkaleyfastofan faggildir vottunarstofur fyrir lífræna framleiðslu. Matvælastofnun fer með yfirumsjón með vottunarstofum og sér um eftirlit með innflutningi lífrænna vara frá löndum utan EES. 

Undanþágur frá vottunarskyldu

Undanþága frá vottunarskyldu er fyrir smásöluaðila sem eingöngu afhenda neytendum forpakkaða vöru á sölustað og geyma vörurnar á staðnum í tengslum við söluna.

Undanþegnir vottum eru þeir sem eingöngu selja forpakkaðar lífrænar vörur beint til neytenda, (34. grein 2.lið (ESB) nr. 2018/848). Þetta eru þá sölustaðir eins og hverfisverslanir og sjoppur sem ekki eru með aðra starfsemi en að taka við, geyma og afhenda vörur til neytenda. Heildsalar og dreifingaraðilar, sem geyma vörur og dreifa áfram hvort sem það er til smásölu, á veitingastaði, í stóreldhús eða í netsölu, skulu allir vera undir sérstöku eftirliti með lífrænum vörum og með vottun. Þetta á við hvort sem þeir fá vörur eingöngu frá EES eða einnig frá þriðju löndum.

Íslandi er heimilt að undanskilja rekstraraðila sem selja ópakkaðar lífrænar vörur beint til lokaneytenda með sömu skilyrðum, og til viðbótar skilyrðum varðandi umfang sölunnar sem sett eru í 4. grein í reglugerð 205/2023 sem innleiðir (ESB) nr. 2018/848. Sjá nánar í 35. Grein, 8. lið (EU) nr. 2018/848.

Þeir sem telja sig vera undanþegna kröfunni um vottorð samkvæmt greinum 34(2) eða 35(8) skulu geta sýnt fram á að þeir uppfylli skilyrði undanþágunnar og að vörurnar sem þeir selja komi frá vottuðum aðila, sjá nánar 38. grein í (ESB) nr. 2018/848).

Vottorð

Hægt er að fletta upp vottorðum allra vottaðra aðila á EES-svæðinu hér:

https://webgate.ec.europa.eu/tracesnt/directory/publication/organic-operator/index

Þarna eru einnig þeir íslensku rekstaraðilar sem hafa lífræna vottun. Einnig er hægt að leita uppi vottaða aðila í þriðju löndum og er ítarleit mjög gagnleg þegar kemur að því.

Auk þess birtir Vottunarstofan Tún lista yfir íslenska vottaða rekstraraðila á heimasíðu sinni.

Lífrænt Vottaðir aðilar — Vottunarstofan Tún

 Hvað stendur fyrir utan reglur um lífræna framleiðslu?

Afurðir sem unnar eru úr villtum dýrum og lagardýrum falla ekki undir ákvæði þessarar reglu­gerðar. Þó geta matvæli sem einnig innihalda landbúnaðarafurðir verið vottuð hvað varðar þann hluta. Dæmi eru, niðursoðin þorsklifur með lífrænum sítrónusafa, Ansjósur niðursoðnar í lífrænni ólífuolíu. Ef allar landbúnaðarafurðir í vörunni eru vottaðar lífrænar má merkja þær sem lífrænar.

Reglugerðin tekur ekki til matvæla sem tilreidd eru í stóreldhúsum, s.s. veitingahúsum, mötu­neytum, skólum, sjúkrahúsum og veitingaþjónustufyrirtækjum þar sem matvæli eru, sem þáttur í rekstrinum, tilreidd til að vera tilbúin til neyslu lokaneytenda. 

Sömuleiðis nær reglugerðin ekki til framleiðslu eða markaðssetningu snyrtivara. Þær geta þó verið framleiddar úr vottuðum lífrænum landbúnaðarafurðum sem uppfylla allar reglur. Þrátt fyrir það eru snyrtivörur fyrir utan gildissvið matvælalaga og mega ekki nota vottunarmerki ESB, „græna laufið“ og eru ekki hluti af eftirlitskerfi með lífrænum matvælum.

Listi yfir vottaða aðila

Hægt er að skoða lista yfir alla vottaða aðila innan ESB á TRACES vefnum

Hér er listi yfir vottaða lífræna aðila á Íslandi þann 31.12.2024 samkvæmt kröfu í reglugerð 205/2023

Aðföng TUN-L-76 ESB Lífrænt
Akur Organic TUN-L-170 ESB Lífrænt
Avita ehf. TUN-L-187 ESB Lífrænt
Ás styrktarfélag - Bjarkarás Gróðurhús TUN-L-10 ESB Lífrænt
Bananar TUN-L-169 ESB Lífrænt
Benchmark Genetics TUN-L-117 ESB Lífrænt
Biobú ehf. TUN-L-47 ESB Lífrænt
Biogenic Minerals ehf TUN-L-184 ESB Lífrænt
Björk Svavarsdóttir TUN-L-159 ESB Lífrænt
BLÓM Í EGGI - heilsuvörur TUN-L-133 ESB Lífrænt
Brauð & Co ehf TUN-L-155 ESB Lífrænt
Brauðhúsið ehf. TUN-L-35 ESB Lífrænt
Costco Wholesale Iceland TUN-L-166 ESB Lífrænt
Dyer ehf. TUN-L-183 ESB Lífrænt
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir TUN-L-141 ESB Lífrænt
Framtíðin ehf. TUN-L-176 ESB Lífrænt
Friðgeir Jónasson TUN-L-167 ESB Lífrænt
Guðmundur Ólafsson TUN-L-49 ESB Lífrænt
H-Berg ehf TUN-L-190 ESB Lífrænt
Heilsa ehf TUN-L-154 ESB Lífrænt
Heilsustofnun NLFÍ TUN-L-9 ESB Lífrænt
Hollt & Gott ehf. TUN-L-110 ESB Lífrænt
Hrísiðn ehf. TUN-L-89 ESB Lífrænt
Icepharma hf. TUN-L-79 ESB Lífrænt
Innnes ehf TUN-L-158 ESB Lífrænt
ISEA TUN-L-177 ESB Lífrænt
Í skjóli skyggnis TUN-L-6 ESB Lífrænt
Íslensk bláskel og sjávargróður ehf. TUN-L-143 ESB Lífrænt
Íslenska kalkþörungafélagið hf TUN-L-163 ESB Lífrænt
Kaja organic ehf. TUN-L-116 ESB Lífrænt
Karl K. Karlsson TUN-L-181 ESB Lífrænt
Kristján Oddsson TUN-L-18 ESB Lífrænt
Lífland TUN-L-144 ESB Lífrænt
Mistur TUN-L-168 ESB Lífrænt
Mjólkursamsalan ehf. TUN-L-24 ESB Lífrænt
Móðir Jörð ehf. TUN-L-7 ESB Lífrænt
Nathan & Olsen TUN-L-153 ESB Lífrænt
Nesbúegg ehf. TUN-L-118 ESB Lífrænt
Norður & Co TUN-L-180 ESB Lífrænt
OMNOM Chocolate ehf TUN-L-152 ESB Lífrænt
Ólafur Ingi Sigurmundsson TUN-L-126 ESB Lífrænt
Pro Herb ehf TUN-L-186 ESB Lífrænt
Skrifandi TUN-L-147 ESB Lífrænt
Sláturhús Vesturlands TUN-L-151 ESB Lífrænt
Smiðjugrund ehf. TUN-L-136 ESB Lífrænt
Sóley Organics- jurtasöfnun TUN-L-135 ESB Lífrænt
Sólheimasetur-kaffibrennsla TUN-L-130 ESB Lífrænt
Steinaborg Berufjarðarströnd ehf. TUN-L-142 ESB Lífrænt
Syðra-Holt ehf. TUN-L-157 ESB Lífrænt
Te og kaffi hf. TUN-L-103 ESB Lífrænt
Vaxa Technology TUN-L-181 ESB Lífrænt
V.B. Umboðið ehf. TUN-L-178 ESB Lífrænt
Villimey slf. TUN-L-56 ESB Lífrænt
Vínbóndinn ehf TUN-L-189 ESB Lífrænt
Þeley ehf TUN-L-160 ESB Lífrænt
Þoran TUN-L-171 ESB Lífrænt
Þörungaverksmiðjan hf. TUN-L-30 ESB Lífrænt
Ægir Seafood TUN-L-150 ESB Lífrænt

 

Tilkynningar um lífræna starfsemi

Þeir sem hafa áhuga á að fara út í starfsemi með lífrænar vörur eða lífræna ræktun byrja á að tilkynna um starfsemina í þjónustugátt Mast eyðublað nr. 4.49 Tilkynning um lífræna framleiðslu.

Hér er birtur listi yfir þá aðila sem hafa tilkynnt lífræna starfsemi en eru ekki á lista síðasta árs yfir vottaða aðila.

Sölufélag garðyrkjumanna ehf. 5.12.2025
Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins 5.12.2025
Íslensk Gagnavinnsla ehf 5.12.2025
Samkaup hf 25.11.2025
JS-Kría Travel ehf 16.11.2025
Kerfi fyrirtækjaþjónusta ehf 24.10.2025
Krónan ehf. 2.6.2025
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. 28.3.2025
Lyfjaver ehf 24.3.2025
Ekran ehf. 21.3.2025
Olifa á Íslandi ehf. 21.3.2025
Uppfært 22.01.2026
Getum við bætt efni síðunnar?