Fara í efni

Söfnun eða ræktun á þangi/þara

Þang / Þari sem matvæli

Söfnun eða ræktun þangs/þara telst vera frumframleiðsla matjurta í skilningi matvælalaga nr. 93/1995. Sú starfsemi er því tilkynningaskyld til viðkomandi heilbrigðisnefndar. Yfirlit yfir heilbrigðisnefndir er að finna hér: http://www.shi.is

Ef starfseminni fylgir vinnsla og pökkun í neytendaumbúðir er sú starfssemi starfsleyfisskyld hjá heilbrigðisnefnd. Matvælaeftirlit með þessari starfsemi er því alfarið hjá heilbrigðisnefndum.

Þang / Þari sem fóður

Ef ætlunin er að nýta þangmjöl og annað slíkt sem fóður og setja á markað þarf að sækja um skráningu vinnslunnar sem fóðurfyrirtæki til Matvælastofnunar sem heldur skrá yfir fóðurfyrirtæki samkvæmt lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru nr. 22/1994. Gæta þarf af óæskilegum efnum í fóðrinu, en arsen hefur mælst yfir leyfðum mörkum í þaramjöli.

Þang / Þari sem áburður

Ef ætlunin er að vinna áburð úr þangi/þara sem safnað er er nauðsynlegt að sækja um skráningu til vinnslunnar sem áburðarfyrirtæki til Matvælastofnunar og jafnframt sækja um skráningu áburðarins samkvæmt lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru nr. 22/1994

Leyfi frá Fiskistofu

Að auki þarf:

  • leyfi frá Fiskistofu til að afla sjávargróðurs,
  • leyfi frá Fiskistofu fyrir svæði til nýtingar
  • leyfi frá Fiskistofu fyrir starfrækslu móttökustöðvar fyrir þang.

Nánari upplýsingar fást hjá Fiskistofu og í neðangreindum reglugerðum:

Veiðigjald

Einnig skal greiða veiðigjald fyrir þessa öflun sem Fiskistofa innheimtir, sjá lög um veiðigjald nr. 145/2018 (veiðigjald fyrir sjávargróður 500 kr á hvert landað tonn).

Nánari upplýsingar

Uppfært 06.04.2021
Getum við bætt efni síðunnar?