Fara í efni

Innra eftirlit

Stjórnendur matvælafyrirtækja bera ábyrgð á öryggi þeirra matvæla sem þeir framleiða.  Þeir skulu tryggja að kröfur í lögum um matvæli sem varða starfsemi þeirra, séu uppfylltar fyrir matvæli á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og dreifingar. Þeir skulu sannprófa að þessum kröfum sé fullnægt með virku innra eftirliti.

Öll matvælafyrirtæki þurfa því að setja upp innra eftirlit með starfseminni. Markmiðið er að fyrirbyggja að matvæli geti valdið matarsjúkdómum og að tryggja að matvæli séu að öðru leyti í samræmi við ákvæði matvælalaga nr. 93/1995 og reglugerða settra samkvæmt þeim. Innra eftirlit fyrirtækisins skal miðast við eðli og umfang starfseminnar.

Í bækling um innra eftirlit er skilgreint hvaða kröfur eru gerðar til innra eftirlits fyrirtækja.  Matvælafyrirtæki eru flokkuð í 3 flokka sem taka mið af eðli og stærð þeirra.  Flokkunina má sjá í bækling og í viðmiðunarlista. 

Hér eru leiðbeiningar sem geta nýst matvælafyrirtækjum við uppsetningu innra eftirlits.

Ýmsar leiðbeiningar

Heilsufarsyfirlýsing / State of health report

Góðir starfshættir, innra eftirlit og HACCP / leiðbeiningar

Síðastliðin ár hafa verið unnar leiðbeiningar í Evrópu um góða starfshætti, innra eftirlit og HACCP.  Hér fyrir neðan er tenglar á leiðbeiningar sem eru á heimasíðum þeirra stofnana sem fara með matvælaeftirlit í viðkomandi löndum. Hægt er að hafa þessar leiðbeiningar til hliðsjónar við gerð slíkra leiðbeininga hérlendis. Sumar af þessum leiðbeiningum eru aðgengilegar öllum en aðrar þarf að kaupa. 

Leiðbeiningar gefna út af ESB

Uppfært 18.09.2023
Getum við bætt efni síðunnar?