Fara í efni

Matvæli önnur en dýraafurðir

Eftirlit er með innflutningi á tilteknum tegundum af matvælum og dýrafóðri sem eru ekki úr dýraríkinu og koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Um er að ræða matvæli sem er að finna í viðaukum I og II í reglugerð Evrópusambandsins nr. 2019/1793 með breytingu sem gildir frá 27. maí 2020. Tilkynna skal um slíkan innflutning í Traces* með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Upplýsingar um innflutning fæðubótarefna er að finna hér.

  • Viðauki Imatvæli og fóður frá vissum löndum utan EES sem eru með tímabundið aukið eftirlit  á landamærum (BCP) og eftirlitsstöðum.
  • Viðauki  II: matvæli og fóður frá löndum utan EES vegna mengunar af völdum sveppaeiturefna (mycotoxin, þ.m.t. aflatoxíns), varnarefnaleifa, pentaklórfenól, díoxín og örvera.
  • Í innflutningseftirliti fer alltaf fram skjalaskoðun en í 5-100 % tilvika er varan einnig  skoðuð á landamæraeftirlitsstöð og sýni tekin til rannsóknar.
  • Reglugerðin (viðaukar) er endurskoðuð tvisvar sinnum á ári.

Önnur matvæli sem um gilda sérstakar reglur

  • Matvæli frá Japan 147/2016 reglugerð nr. 147/2016
  • Sojasósu vegna 3-MCPD reglugerð nr. 265/2010 m. br. (Hámark leyfilegs magns er 20 míkrógrömm/kg)
  • Tilteknar tegundir á hlaup sælgæti vegna ólöglegra hleypiefna eins og E425 Konjac í reglugerð 979/2011

Önnur atriði

  • Eftirlit með öllu dreifingarferli matvæla eftir tollafgreiðslu er í höndum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
  • Kostnaður vegna innflutnings: gjald fyrir innflutningseftirlit er skilgreint í 9. gr. gjaldskrár nr. 220/2018 fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. Eftirlitsgjald greiðist skv. tímagjaldi en einnig skal greiða akstursgjald og gjald vegna greininga á rannsóknarstofu þegar það á við.

 *Skráningarkerfi fyrir viðskipti með dýr/erfðaefni/dýraafurðir frá þriðju ríkjum til  Evrópusambandslanda og innan sambandsins (trade control and expert system).

Uppfært 29.05.2020
Getum við bætt efni síðunnar?