Fara í efni

LEMA

Opinberu eftirliti skal sinna reglulega með öllum rekstraraðilum, á grundvelli áhættu, með viðeigandi tíðni að teknu tilliti til greindrar áhættu, niðurstaðna úr eftirliti, upplýsinga sem benda til þess að líklegt sé að villt sé um fyrir neytendum, upplýsinga sem gætu bent til þess að ekki sé farið að reglum og samkvæmt eftirlitsáætlun. Matvælastofnun skal vinna að samræmingu krafna sem gerðar eru til starfsemi á sviði opinbers eftirlits og því að slíkum kröfum sé framfylgt.

Skylt er að leggja fram landsbundna eftirlitsáætlun til margra ára (LEMA), samkvæmt 109. gr. reglugerðar (EB) nr. 2017/625 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt. Reglugerðin var innleidd á Íslandi með reglugerð nr. 234/2020.

Eftirlitsáætlunin er liður í að framfylgja löggjöf sem fellur undir svið reglugerðarinnar og vakta og sannprófa að stjórnendur fyrirtækja uppfylli viðeigandi ákvæði löggjafar á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og dreifingar.

Eftirfarandi eftirlitsáætlun er unnin í samræmi við þær kröfur sem fram koma í 110. og 111. gr. reglugerðar (EB) nr. 2017/625.

  • Landsbundin eftirlitsáætlun (LEMA) 2023-2025

    Eftirlitsáætlun Íslands fyrir opinbert eftirlit með matvælum, fóðri, dýraheilbrigði, aukaafurðum dýra, dýravelferð, plöntuskaðvöldum, plöntuverndarvörum, lífrænni framleiðslu, vernduðum afurðaheitum og áburði fyrir tímabilið 2023 til 2025.

Uppfært 17.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?