Merking og skráning alifugla
Eftirfarandi kröfur gilda um skráningu og merkingu alifugla sbr. reglugerð um merkingar búfjár:
- Alifuglahópar sem eru haldnir til framleiðslu á afurðum sem ætlaðar eru til dreifingar skulu auðkenndir með rekjanleikanúmeri. Ekki þarf að auðkenna alifuglahópa með rekjanleikanúmeri sem eru eingöngu haldnir til nýtingar afurða til einkaneyslu.
- Umráðamaður á útungunarstöð skal auðkenna hvern alifuglahóp með sérstöku rekjanleikanúmeri.
- Rekjanleikanúmer er tíu stafa númer hóps í alifuglabúi og þannig uppbyggt, að fyrstu þrír tölustafirnir auðkenna alifuglaframleiðandann, tilgreint af Matvælastofnun, síðan koma tveir tölustafir fyrir árið, tveir fyrir vikuna sem ungarnir eru klaktir í, einn fyrir raðnúmer eldishópsins innan viku sem hann er klakinn í, og loks tveir fyrir húsnúmer, sem hópurinn er alinn í. Húsnúmer í rekjanleikanúmeri alifuglahóps breytist, við flutning, eftir því í hvaða húsi hópurinn er haldinn.
Í þeim tilvikum þar sem alifuglahópur er samsettur úr fleiri en einum alifuglahópum úr útungunarstöð þarf að tryggja rekjanleika dýra með því að geta gert grein fyrir öllum alifuglahópum sem voru blandaðir saman í nýjann hóp. Rekjanleikanúmer samsetta hópsins getur verið eitt af rekjanleikanúmerum hópa sem voru blandaðir saman. - Umráðamaður alifugla er ábyrgur fyrir skráningu upplýsinga um öll dýr hjarðar sinnar í sérstaka hjarðbók.
Eftirfarandi upplýsingar skal skrá í hjarðbók alifugla:
- Alla flutninga til og frá eldishúsinu eða faraldsfræðilega einingu, bæði varanlega og tímabundna.
- Dagsetningu dauða eða slátrunar.
- Nafn og heimilisfang sendanda og móttakanda.
- Fjölda dýra sem flutt/seld eru, með rekjanleikanúmeri.
- Dagsetningu flutnings.
- Nafn og kennitölu flutningsaðila. - Heilsukort: Um alifugla gildir eins og um önnur búfé að umráðamaður búfjár er ábyrgur fyrir að sjúkdómar í búfé hans og meðhöndlun þeirra sé skráð, sem og fyrirbyggjandi aðgerðir. Upplýsingar skulu skráðar á eyðublöð sem Matvælastofnun viðurkennir eða í tölvuskrár. Við flutning dýra milli hjarða skal afrit heilsukorts fylgja dýrinu til móttakanda.
Kröfur má finna í eftirfarandi reglugerðum: