Fara í efni

Önnur efni í fæðubótarefnum

Þó að algengt sé að fæðubótarefni innihaldi vítamín og/eða steinefni eru einnig til fjölmörg fæðubótarefni sem innihalda önnur efni sem ætlað er að hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif. Samkvæmt skilgreiningu reglugerðar eru „önnur efni“ allt annað sem eru ekki vítamín eða steinefni. 

  • Dæmi um slík efni eru kreatín, karnitín, koffín, stakar fitusýrur, amínósýrur, gerlar, jurtir og jurtaútdrættir (extract), ensím og ýmislegt fleira.

Lagaumhverfi um „önnur efni“

Löggjöf varðandi þessi s.k. „önnur efni“ er ekki samræmd í Evrópu. Ekki eru til samevrópskir listar yfir hvaða efni er leyfilegt að nota í fæðubótarefni, fyrir utan vítamín og steinefni. Því gildir sér löggjöf í hverju landi hvað þetta varðar.

Til þess að tryggja örugga notkun „annarra efna“ í matvælum hafa nokkur lönd ákveðið að setja eigin reglugerð um notkun þeirra ásamt hámarksgildum. Danmörk og Noregur hafa sett reglugerð með hámarksgildum fyrir „önnur efni“ í fæðubótarefnum og öðrum matvælum.  Til grundvallar sinni reglugerðasetningu hafa Danir og Norðmenn framkvæmt eigið áhættumat.

Við mat á því hvort og hvenær matvæli/fæðubótarefni geta talist óörugg er hægt að byggja á gögnum og þekkingu sem til staðar er, þ.m.t. áhættumat sem unnið hefur verið. Hægt er að notast við slík áhættumat annarra stofnanna, ef ekki er til sambærilegt mat á Íslandi.

Tryggja skal örugga notkun efna í fæðubótarefnum á Íslandi

Á meðan engar samræmdar reglur eru til í Evrópu telur Matvælastofnun rétt að styðjast við áhættumat sem Danir og Norðmenn hafa framkvæmt varðandi „önnur efni“ í fæðubótarefnum og útbúa lifandi og leiðbeinandi lista yfir „önnur efni“ sem eru ekki vítamín og steinefni og hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif. Áhættumat Dana og Norðmanna byggjast að mestu á áhættumat EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu).

Matvælastofnun telur þannig að hægt sé að tryggja örugga notkun efna í fæðubótarefnum á Íslandi enda skulu matvæli, þ.m.t. fæðubótarefni vera öruggt til neyslu og ekki heilsuspillandi fyrir neytendur skv. lögum um matvæli. 

8. gr. a. matvælalaga nr. 93/1995 

Samkvæmt 8. gr. a. matvælalaga er ekki heimilt að markaðssetja matvæli sem ekki eru örugg, þ.e. heilsuspillandi eða óhæf til neyslu.

Við ákvörðun um hvort matvæli séu örugg skal hafa hliðsjón í fyrsta lagi af því hvernig neytendur nota matvælin venjulega á hverju stigi framleiðslu og dreifingar og í öðru lagi af upplýsingum sem neytendum eru veittar, þ.m.t. upplýsingum á merkimiða, eða öðrum upplýsingum sem neytendur hafa almennt aðgang að, þar sem fram kemur hvernig þeir geti forðast tiltekin matvæli eða tiltekinn matvælaflokk sem getur haft skaðleg áhrif á heilsuna.

Við ákvörðun um hvort matvæli séu heilsuspillandi skal hafa hliðsjón í fyrsta lagi af líklegum, bráðum áhrifum og/eða skammtímaáhrifum og/eða langtímaáhrifum þessara matvæla á heilsu þeirra sem neyta þeirra og einnig á næstu kynslóðir, í öðru lagi líklegum, uppsöfnuðum eituráhrifum og í þriðja lagi sérstöku næmi ákveðins hóps neytenda fyrir tilteknum matvælum ef matvælin eru ætluð þeim hópi.

Hafa þarf í huga, þegar ákveðið er hvaða innihaldsefni eru notuð, að skv. 8. gr. a. laga um matvæli, nr. 93/1995, er óheimilt að markaðssetja matvæli sem ekki eru örugg, þ.e. heilsuspillandi eða óhæf til neyslu.

Leiðbeinandi listar Matvælastofnunar

Matvælastofnun hefur tekið saman tvo mismunandi lista. Annarsvegar er listi yfir efni og tilheyrandi hámarksmagn og hins vegar listi yfir jurtaefni án hámarksmagns. Til grundvallar fyrir fyrsta lista er varða efni er notast við jákvæðan lista sem sett var með reglugerð í Danmörk og Noregi. Matvælastofnun hefur borið listana saman og metið hámarksmagn m.t.t. nýrra upplýsinga. Til að meta öryggi jurtaefna hefur stofnunin notast við áhættumat Dana og Norðmanna en einnig EFSA. Matvælastofnun hefur tekið mið af nýjustu upplýsingum við hvert áhættumat. 

Það er mat stofnunarinnar að efni allt að því hámarki sem kemur fram í lista er varða efni að neðan samræmist 8. gr. a. matvælalaganna.

Leiðbeinandi listi er varðar efni

Þessi listi gildir um efni önnur en vítamín og steinefni og  jurtir eða jurta- eða plöntuútdrætti. Þá gildir listinn ekki um efni ef þau eru notuð í öðrum tilgangi en til að hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif eða tilheyra undir aðra reglugerð, þ.e. gildir ekki um nýfæði, aukefni eða bragðefni eins og skilgreint eru skv. reglugerðum. Þá gildir þessi listi ekki um ensím eða gerla. Aðeins efni með hreinleika að lágmarki 50% eða með þéttleika (e. concentrated) 40 sinnum eða oftar eru með á listanum. Listi þessi verður endurskoðaður reglulega m.t.t. nýrra upplýsinga. 

Heiti efnis á ensku CAS-Númer Hámarksmagn efnis í ráðlögðum dagskammti  Athugasemd 
Beta-alanine 107-95-9 2 g  Sjá Áhættumat VKM um Beta-alanine 
Docosahexaenoic acid (DHA) 6217-54-5 1300 mg
D-Ribose 50-69-1 6200 mg
Eicosapentaenoic acid (EPA) 10417-94-4 1800 mg
Caffeine 58-08-2 300 mg Sjá reglugerð nr. 453/2014
Coenzyme Q10 (Ubiquinone) 303-98-0 180 mg
Conjugated linoleic acids (CLA)  2420-56-6 og 121250-47-3 3,5 g
Creatine  57-00-1 og 6020-87-7 3 g
Curcumin  458-37-7 210 mg
L-Alanine 56-41-7 4,5 g
L-Arginine 74-79-3 og 1119-34-2 6 g
L-Citrulline 372-75-8 2 g
L-Cysteine 52-90-4 og 52-89-1 750 mg
L-Cystine 56-89-3 og 34760-60-6 750 mg
L-Phenylalanine 63-91-2 1000 mg Á ekki við DL-Phenylalanine
L-Glutamine 56-85-9 16,5 g 
L-Glutamic acid 56-86-0 5,5 g 
Glycine 56-40-6 650 mg 
L-Histidine  71-00-1 og 645-35-2 600 mg 
L-Isoleucine 73-32-5 og 17694-98-3  1,5 g 
L-Carnitine 541-15-1 og 6645-46-1 2 g 
L-Carnitine-L-Tartrate 36687-82-8 3 g
L-Leucine 61-90-5 og 760-84-9 1,3 g
L-Lysine 56-87-1 og 657-27-2 3 g 
L-Methionine 63-68-3 210 mg 
L-Proline 147-85-3  1,8 g 
L-Serine 56-45-1  1,75 g 
L-Threonine 72-19-5  2,4 g  
L-Tryptophan 73-22-3 220 mg
L-Tyrosine 60-18-4 420 mg
L-Valine 72-18-4 1,5 g
Luteine 127-40-2 20 mg
Lycopene 502-65-8  15 mg
Piperine  94-62-2 1,75 mg
Taurine 107-35-7  1000 mg 
D-glucurono-γ-lactone 32449-92-6  70 mg 
Glutathion 70-18-8  300 mg
Inisitol 6917-35-7  2000 mg
Ubiquinol 992-78-9 100 mg
Uridine 58-96-8 300 mg
Quercentine 6151-25-3 28 mg
Zeaxanthine 144-68-3 2 mg

Leiðbeinandi listi yfir jurtaefni

Til að meta öryggis jurtaefna hefur stofnunin notast við áhættumat Dana og Norðmanna. Listi þessi er lifandi sem þýðir að Matvælastofnun mun bæta við jurtaefnum þegar þörf er á. Þá mun stofnunin einnig styðjast við áhættumat annarra stofnanna eins og EFSA og Monograph frá WHO og þegar við á frá öðrum löndum í Evrópu, t.d. Federal Institute for Risk Assessment (BfR) í Þýskalandi.
Ólíkt lista er varða efni er almennt ekki hægt að setja hámarksmagn fyrir jurtaefni og því þarf við eftirlit að skoða hvert tilfelli fyrir sig.

Latneskt heiti Algengt heiti (íslenskt/enskt) Tengill við áhættumat
Withania somnifera Ashwagandha Sjá hérna
Hypericum perforatum Jóhannesarjurt/ St. John's Wort Væntanlegt
Tribulus terrestris L. Caltrop, Puncture vine Væntanlegt

 

Uppfært 15.07.2022
Getum við bætt efni síðunnar?