Fara í efni

Ræktunarleyfi fyrir skel

Markmiðið leyfisveitingu er að skapa skilyrði til ræktunar skeldýra, að reglur um starfsemina séu uppfylltar og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni og verndun náttúru við ræktun skeldýra.

Gefin eru út tvennskonar leyfi, annars vegar tilraunaleyfi og hins vegar ræktunarleyfi. Tilraunaleyfi eru gefin út tímabundið til 2 til 5 ára meðan verið er að kanna hvort svæðið hentar til skeldýraræktunar, slík leyfi veita hins vegar ekki heimild til dreifingar afurða til neyslu. Heimilt er að sækja um ræktunarleyfi án þess að sækja um tilraunaleyfi.

Leyfisferlið

Umsóknarferli um ræktunarleyfi fer fram í gegnum þjónustugátt stofnunarinnar, innskráning fer fram með íslykli eða rafrænu skilríki í gegnum island.is. Í umsókn skulu, skv. 9. gr. laga nr. 90/2011, skulu m.a. koma fram eftirfarandi upplýsingar:

  • Framleiðslumagn og tegund
  • Upplýsingar um ræktun
    - Lýsing á fyrirhugaðri starfsemi, þ.e ræktunaraðferðum, tegundum í ræktun og þeim búnaði sem verður notaður.
    - Upplýsingar um eignaraðild að stöð.
    - Upplýsingar um fagþekkingu.
  • Staðfesting ræktunar
    - Upplýsingar um staðsetningu fyrirhugaðra ræktunarsvæða (kort-hnit).
    - Upplýsingar um staðsetningu fyrirhugaðs ræktunarbúnaðar innan ræktunarsvæða (kort-hnit).
    - Lýsing á merkingum á eldisbúnaði til öryggis fyrir sjófarendur.Heimildir
    Skilríki, heimild til afnota lands, vatns og sjávar.
    Yfirlýsing bygginga- og/eða skipulagsfulltrúa sveitarfélags um að mannvirki sem er áformað að nota við skeldýrarækt séu í samræmi við skipulag (ef við á).
    Tryggingu fyrir kostnaði við að fjarlægja mannvirki, línur og annan búnað að lokinni starfsemi.

Það fer alveg eftir eðli og umfangi ræktunarinnar hversu langan tíma það tekur að undirbúa umsókn. Sömu sjónarmið eiga við um hversu langan tíma það tekur að vinna hana af hálfu stofnunarinnar. Þá veltur það á gæðum þeirra gagna sem umsækjandi leggur fram hversu langan tíma það tekur að vinna umsóknina.

Þá er vert að geta að áður en hægt er að gefa út endanlegt ræktunarleyfi, sem veitir heimild til að framleiða og dreifa afurðum til neytenda, ber að framkvæma heilnæmiskönnun (sbr. ákvæði matvælalöggjöf ESB sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn) og almennt greiðir leyfishafi kostnað við þessa könnun.

Aðilar sem hafa haft tilraunaleyfi njóta forgangs við útgáfu ræktunarleyfis.

Umsagnir

Í samræmi við 2. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2011 skal leita umsagnar hjá eftirfarandi aðilum áður en ræktunarleyfi er veitt.

  • Fiskistofa.
  • Hafrannsóknarstofnun.
  • Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Orkustofnun.
  • Samgöngustofa.
  • Umhverfisstofnun.
  • Viðkomandi sveitarfélag.
  • Landhelgisgæsla Íslands.

Þessum aðilum er gefin kostur á umsögn um hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu ræktunarsvæði eða fyrirhugaðar tegundir, stofnar eða starfsaðferðir gefi tilefni til hættu á neikvæðum vistfræði- eða erfðafræðiáhrifum sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi. Einnig skal leita umsagnar um hvort fyrirhugað ræktunarsvæði truflar siglingar eða veldur siglingahættu.

Umsagnarfrestur er 4 vikur.

Gildistími

Starfsleyfin eru gefin út til 10 ára í senn, skv. 6. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2011.

Kostnaður

Sjá gjaldkskrá Matvælastofnunar.

 

  1. Uppskeruheimild - veitir heimild til skelfisktekju á heilnæmisflokkuðum framleiðslusvæðum. Heimildin er veitt á grundvelli greininga á eiturþörungum í sjó og á þörungaeitri í skelfiski. Hættan á uppsöfnun þörungaeiturs er fyrst og fremst í samlokum (ss. bláskel), en er fremur ólíkleg í skrápdýrum, sæsniglum og möttuldýrum. Uppskeruheimildir hafa takmarkaðan gildistíma sem er háð árstíma og tegund. Gildistími uppskeruheimildar fyrir t.d. bláskel er að hámarki 10 dagar á sumrin og að hámarki í 4 vikur að vetrarlagi.  
  2. Afgreiðslustöð - vinnsluleyfi veitir heimild til að setja lifandi skeldýrafurðir á markað og eru sambærilegar kröfur gerðar til þess vinnsluleyfis og hefðbundinnar fiskvinnslu. Ekki er heimilt að setja lifandi skelfiskafurðir á markað til smásölu nema með viðkomu í Afgreiðslustöð þar sem auðkennismerki er sett á þær. 

 Sýnatökuseðlar

Leiðbeiningar (Vídeó) um sýnatöku þörunga í sjó

 

Niðurstöður eftirlits með eiturþörungum

 

Uppfært 02.02.2023
Getum við bætt efni síðunnar?