Fara í efni

Stofnun fiskeldisfyrirtækis

Rekstrarleyfi:

Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar skv. lögum um fiskeldi. Sótt er um rekstrarleyfi Matvælastofnunar og starfsleyfi Umhverfisstofnunar í þjónustugátt Matvælastofnunar.

Áður en sótt er um rekstrarleyfi og starfsleyfi þarf að liggja fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar, eða eftir atvikum hlutaðeigandi sveitarstjórnar, um að framkvæmd sé ekki matsskyld eða álit stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Þegar ákvörðun eða álit liggur fyrir skal umsækjandi afhenda Matvælastofnun umsóknir um rekstrar- og starfsleyfi. Matvælastofnun áframsendir síðan umsókn um starfsleyfi á Umhverfisstofnun og eru umsóknirnar í framhaldinu unnar samhliða hjá stofnununum. Báðar stofnanir auglýsa tillögur að leyfunum í 4 vikur og gefinn er kostur á að senda inn athugasemdir vegna leyfisveitinganna. Þegar tekin hefur verið ákvörðun um að gefa út rekstrar- og starfsleyfi þá er starfsleyfið sent Matvælastofnun og Matvælastofnun afhendir umsækjanda útgefin rekstrar- og starfsleyfi samtímis. Útgáfa leyfanna eru í kjölfarið auglýst á vefsíðum Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar. 

 Skrá fiskeldisstöð:

Til starfrækslu fiskeldisstöðva fyrir matfiska- og rannsóknareldi með hámarkslífmassa undir 20 tonn á hverjum tíma, eða seiðaeldi þar sem hámarkslífmassi fer ekki yfir 1.000 kg og eða 10.000 seiði á hverjum tíma, þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og skráningu Matvælastofnunar skv. lögum um fiskeldi. Sótt er um hvortveggja í þjónustugátt Matvælastofnunar.

 Áður en sótt er um skráningu og starfsleyfi þarf að liggja fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar, eða eftir atvikum hlutaðeigandi sveitarstjórnar, um að framkvæmd sé ekki matsskyld. Þegar ákvörðun liggur fyrir skal umsækjandi afhenda Matvælastofnun umsóknir um skráningu og starfsleyfi. Matvælastofnun áframsendir síðan umsókn um starfsleyfi á Umhverfisstofnun og eru umsóknirnar í framhaldinu unnar samhliða hjá stofnununum. Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi í 4 vikur og gefinn er kostur á að senda inn athugasemdir vegna leyfisveitingarinnar. Þegar tekin hefur verið ákvörðun um að gefa út starfsleyfi þá er starfsleyfið sent Matvælastofnun og Matvælastofnun afhendir umsækjanda skráningarnúmer og starfsleyfi samtímis. Útgáfa starfsleyfis er í kjölfarið auglýst á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

 

 

Til starfrækslu 

Uppfært 20.01.2022
Getum við bætt efni síðunnar?