Fara í efni

Áhættumatsnefnd

Áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Nefndin hefur aðsetur í ráðuneytinu.

Hlutverk nefndarinnar er að veita og hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru. Með vísindalegu áhættumati er átt við greiningu á áhættuþáttum á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru. Vísindalegt áhættumat beinist ekki að starfsemi einstakra eftirlits­skyldra aðila. Áhættumat nefndarinnar skal nota á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru til þess að stuðla að bættri áhættustjórnun og vera til ráðgjafar í tengslum við stefnumótun yfirvalda í þeim mála­flokk­um.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Matvælastofnun geta óskað eftir áliti nefndarinnar. Telji nefndin þörf á að leggja fram tillögur um framkvæmd áhættumats skal nefndin óska samþykkis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Uppfært 13.01.2021
Getum við bætt efni síðunnar?