Fara í efni

Vinýlklórið

Vinýlklóríð er grunnefni til framleiðslu á PVC-plasti (PolyVinylChloride = Vinýlklóríð fjölliða) sem er notað mjög víða í efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli. Við fjölliðun efnisins hvarfast ekki allir þættirnir og eftir verður ákveðið magn vinýlklóríðs í vörunni. Í seinni tíð hefur þetta lagast mikið með betri framleiðslutækni.

Til að tryggja örugg matvæli, hafa verið sett hámarksgildi fyrir vinýlklóríð leifar í fullunnum efnum og hlutum. Ennfremur á vinýlklóríð ekki að greinast í matvælunum sjálfum. Megin markmið reglugerðarinnar er sem sagt að kveða á um flæðimörk og leyfilegt hámarksmagn vinýlklóríðs í efnum og hlutum. Samkvæmt reglugerðinni er hámarksgildi vinýlklóríðs í efnum og hlutum 1 mg/kg og skal flæði vinýlklóríðs í matvæli vera minna en 0,01 mg/kg. Í viðaukum reglugerðarinnar er greint frá aðferðum til ákvörðunar á magni vinýlklóríðs í efnum og hlutum annars vegar og í matvælum hins vegar.

Uppfært 17.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?