Fara í efni

Náttúruhamfarir og annað hættuástand

Hlutverk og viðbrögð Matvælastofnunar við atburðum sem geta haft áhrif á heilbrigði eða velferð dýra,

t.d. eldgos, jarðskjálftar, óveður, flóð, skriður, eldsvoðar eða umferðaróhöpp

Meginhlutverk Matvælastofnunar í tengslum við náttúruhamfarir eða annað hættuástand er að hafa eftirlit með heilbrigði og velferð dýra og grípa til aðgerða sem tryggja velferð þeirra. Stofnunin veitir viðbragðsaðilum leiðbeiningar hvað þetta varðar eftir þörfum. Þegar við á getur stofnunin m.a. aðstoðað við að afla og veita upplýsingar um fjölda og staðsetningu dýra. Stofnunin hefur einnig eftirlit með að förgun hræja og annars sem smithætta getur stafað af fari fram á viðeigandi hátt.

Við atburð sem ógnað getur heilbrigði eða velferð dýra, aflar héraðsdýralæknir viðkomandi umdæmis upplýsinga um málið hjá lögreglustjóra, sem er yfirmaður aðgerðarstjórnar, hafi hann eða annar fulltrúi aðgerðarstjórnar ekki þegar haft samband við stofnunina. Héraðsdýralæknir metur í kjölfarið hvort þörf sé á aðkomu Matvælastofnunar. Telji hann að svo sé, upplýsir hann viðeigandi starfsfólk um það og stýrir aðgerðum.

Ítarefni

Uppfært 29.02.2024
Getum við bætt efni síðunnar?