Fara í efni

Skrautfiskar

Velferð skrautfiska

Gæta skal þess að setja aðeins fiska í sama búr sem geta lifað í sambýli og sama umhverfi. Nota skal fóður sem hæfir tegundinni og fóðra þá eftir þörfum. 

Undaneldi og umönnun ungviðis: Vernda skal sérstaklega fiska komna að hrygningu eða goti og ungviði fyrir öðrum fiskum með sérstöku búri eða skjóli, sé þess þörf.

Almennur aðbúnaður skrautfiska: Stærð, gerð og lögun fiskabúrs, vatnsmagn og lýsing skal miðuð við tegund, stærð og fjölda þeirra fiska sem í því eru. Minnst ein hlið búrsins skal vera ógegnsæ ef innrétting búrsins gefur ekki tilsvarandi vernd. Vatnsgæði, dýpt, salt-, hita- og sýrustig skal aðlaga að hverri tegund. Stærð fiskabúra skulu vera í samræmi við lágmarkskröfur skv. 6. lið viðauka II. Skrautfiskar skulu eiga þess kost að leita skjóls eða fela sig henti það tegundinni. Hlutir og botnefni í fiskabúri skulu henta þeim tegundum sem þar eru. Vatni í fiskabúri skal halda hreinu og lausu við skaðleg efni. Nota skal viðeigandi hreinsibúnað með afkastagetu sem er í samræmi við þéttleika fiskanna.

Innflutningur skrautfiska

  1. Skrautfiskum og vatnadýrum sem heimilað hefur verið að flytja til landsins skal haldið í einangrun frá öðrum fiskum og vatnadýrum fyrstu fjórar vikurnar eftir innflutning.
  2. Um innflutning skrautfiska frá löndum innan EES gildir reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og hundasæðis; 
    - sækja skal um innflutningsleyfi í þjónustugátt Matvælastofnunar
    -
     innfluttum skrautfiskum/vatnadýrum skal fylgja heilbrigðisvottorð þar sem koma fram upplýsingar um útflutningsland, innflytjanda, fisktegund og staðfesting á því að fiskarnir/vatnadýrin hafi engin einkenni smitsjúkdóma sem borist geta í nytjafisk
  3. Vegna innflutnings frá ríkjum utan EES;
    - opinbert heilbrigðisvottorð skal fylgja sendingunni
    -tilkynna skal innflutninginn með a.m.k. 24 klst fyrirvara í Traces sem er samevrópskt skráningarkerfi um flutning dýra og dýraafurða 
  4. Um einangrun skrautfiska/vatnadýra gildir eftirfarandi:
    - Sóttkví (einangrun) hjá innflytjendum/verslunaraðilum skal vera lokað rými þar sem tiltekinn starfsmaður ber ábyrgð á allri umönnun dýra og umgengni og hefur einn aðgang að sóttkvínni. Starfsmaður skal nota sérstakan hlífðarfatnað við störf sín í sóttkvínni sem ekki er notaður utan hennar. Starfsmaður skal gæta fyllsta hreinlætis, m.a. skal hann ætíð þvo og sótthreinsa hendur sínar að loknum störfum sínum í sóttkvínni.
    - Nægilegt búrarými skal vera til staðar, loftræsting og niðurfall. Fóðurleifum, sjálfdauðum dýrum og öðru sem dýrin leggja frá sér skal safnað saman og fargað í samræmi við ákvæði 24. gr. reglugerðar þessarar. Á milli sendinga skal rýmið þrifið og sótthreinsað. Aðilar sem sinna dýrum í sóttkví skulu fara eftir verklagsreglum yfirdýralæknis við alla umgengni og umönnun dýranna.

 

Uppfært 29.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?