Fara í efni

Útflutningur katta

Ef flytja á kött úr landi skal kynna sér reglur viðkomandi móttökuríkis. Skilyrðin geta verið mjög ólík hvað varðar bólusetningar, sýnatökur, vottorð og fleira. Mælt er með því að afla upplýsinga á opinberum vefsíðum viðkomandi ríkis, þ.e. dýralæknayfirvalda í viðkomandi landi og hefja undirbúning í samráði við dýralækni tímanlega. 

Samræmdar kröfur gilda um innflutning hunda og katta til landa innan Evrópusambandsins, Noregs og Sviss. 

 • Örmerki: dýrið skal vera örmerkt áður en það er bólusett.
 • Hundaæðisbólusetning: lágmarksaldur hunda og katta fyrir bólusetningu gegn hundaæði er 12 vikur. Bólusetning skal fara fram a.m.k. 21 degi fyrir innflutning (að mesta lagi ári fyrir). Hafið samband við dýralækni í tæka tíð til þess að panta bóluefni (sérpanta þarf hundaæðisbóluefni fyrir hvert og eitt dýr). Undanþágur: eftirtalin lönd heimila innflutning óbólusettra hvolpa og kettlinga sem eru yngri en 12 vikna gömul: 1) Austurríki (sækja þarf um undanþágu til dýralæknayfirvalda), 2) Tékkland, 3) Danmörk, 4) Eistland, 5) Litháen og 6) Sviss. Athugið að þessi landalisti getur breyst fyrirvaralítið en uppfærðan lista má sjá hér (dálkur 2, article 11 of regulation (EU) No 567/2013). Slíkur innflutningur er heimilaður ef annað hvort; (a) ræktandi leggur fram yfirlýsingu um að dýrið hafi ekki komist í kynni við dýr sem voru mögulega smituð af hundaæði, eða(b) dýrið er flutt inn ásamt móður sinni sem hefur verið bólusett gegn hundaæði í samræmi við innflutningskröfur. ATH! Þetta gildir eingöngu fyrir þau dýr sem fara á sk. non-commercial vottorði.
 • Bandormahreinsun: þau lönd þar sem bandormurinn Echinococcus multilocularis finnst ekki, gera kröfu um bandormahreinsun hunda fyrir innflutning. Um er að ræða Noreg, Bretland, Írland, Finnland og Möltu. Þetta skal gera 1-5 sólarhringum fyrir innflutning, þ.e. má ekki gerast á síðasta sólarhringnum. 
 • Útflutningsvottorð: nota skal eyðublöð gefin út af Matvælastofnun eftir fyrirmynd Evrópusambandsins. Dýralæknir fyllir út vottorðið og svo þarf áritun og stimpil hjá opinberum dýralækni, þ.e. hjá Matvælastofnun (Dalshrauni 1b í Hafnarfirði, Austurvegi 64,  Selfossi eða á umdæmisskrifstofum). Vottorð þessi sem eru ígildi evrópska gæludýravegabréfsins veita inngöngu í ESB, Noreg og Sviss í 10 daga eftir útgáfu, og gilda í 4 mánuði fyrir ferðalög innan ESB.
 • Athuga skal að vottorð vegna flutnings hunda/katta til til Evrópu eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða útflutning dýrsins í fylgd eiganda eða umboðsmanns hans eða ef dýrið eru flutt fylgdarlaust. 
  
Dýrið flutt í fylgd eiganda eða umboðsmanns hans
 
 • Þegar dýrið er flutt í fylgd eiganda eða umboðsmanns hans skal nota vottorð fyrir sk. „non-commercial movement“.
 • Umboðsmaður eiganda getur verið annar einstaklingur eða fraktflutningafyrirtæki sem hefur skriflegt umboð eiganda. Sérstakur reitur fyrir umboð er á síðu 7 í vottorðinu. 
 • Ef umboðsmaður eiganda fylgir dýrinu skal flutningur dýrsins fara fram innan 5 daga frá ferðalagi eiganda, þ.e. frá 5 dögum fyrir þar til 5 dögum eftir ferðalag eiganda.
 • Þetta vottorð skal einnig nota ef nýr eigandi (búsettur í ESB/Noregi/Sviss) kemur til Íslands og flýgur með dýrið aftur úr landi. 
 • Nafn eiganda skal skrá bæði í reit sendanda og viðtakanda. Sá sem fylgir dýrinu í flug/skip skal skrifa undir á síðu 7, hvort sem um er að ræða eiganda eða umboðsmann hans.
 • Vottorð vegna útflutnings hunds/kattar (til ESB/EES) í fylgd eiganda eða umboðsmanns hans (non-commercial)
 • Leiðbeiningar um útfyllingu vottorðs (non-commercial)

 Dýrið flutt fylgdarlaust (eigendaskipti) - vakin er athygli á sérstökum skilyrðum vegna útflutnings hunda og katta til Evrópu þegar eftirfarandi á við

 • dýrið er flutt fylgdarlaust og eigandi ferðast ekki sömu leið allt að 5 dögum fyrir eða eftir flutning dýrs, eða; 
 • eigendaskipti eiga sér stað á sama tíma, eða; 
 • sami aðili flytur fleiri en 5 dýr í einu.
 • Auk heilbrigðisskilyrða (örmerkingar, bólusetningar gegn hundaæði a.m.k. 21 degi fyrir útflutning og ormahreinsunar í vissum tilfellum) er gerð sú krafa að flutningurinn sé skráður í Traces. Traces er sérstakt skráningarkerfi fyrir viðskipti með dýr/dýraafurðir frá þriðju ríkjum til Evrópusambandslanda. Matvælastofnun sér um skráninguna í Traces en hún getur ekki farið fram fyrr en dýrið hefur fengið síðustu skoðun (útflutningsskoðun) hjá sínum dýralækni í mesta lagi 48 tímum fyrir útflutning. 
 • Í mesta lagi 48 klst fyrir útflutning skal hundurinn/kötturinn skoðaður af dýralækni. Dýralæknirinn skal fylla út eftirfaran
 • Vottorð vegna útflutnings hunds/kattar (til ESB/EES) sem flutt er fylgdarlaust (eigendaskipti) (import into the Union)
 • Yfirlýsingu um að dýrið hafi verið heilbrigðisskoðað af dýralækni innan við 48 tímum fyrir útflutning og ekki haft einkenni smitsjúkdóms og að það muni þola flutninginn.
 • Heilsufarsbók þar sem fram kemur örmerki, dagsetning og lotunúmer hundaæðisbólusetningar og dagsetning ormalyfjagjafar (þegar við á) og heiti lyfs. 
 • Tveimur dögum fyrir útflutning skal leggja ofangreind gögn fyrir á Markaðsstofu Matvælastofnunar í Dalshrauni 1B, 220 Hafnarfirði svo hægt sé að ganga frá skráningunni í Traces. Afgreiðslutími skrifstofunnar er kl. 9-12 og 13-15 á virkum dögum.
 • ATH! Útflutningur með þessum hætti getur ekki átt sér stað á mánudegi þar sem heilbrigðisskoðun skal fara fram í síðasta lagi 48 klst fyrir útflutning. 
 • Vottorð vegna útflutnings hunds/kattar (til ESB/EES) sem flutt er fylgdarlaust (eigendaskipti) (import into the Union)

 

 

Vegna útflutnings á hundum til Bandaríkjanna þarf dýralæknir að gefa út heilbrigðis- og upprunavottorð þar sem eftirfarandi er staðfest:

- Að hundurinn hafi engin einkenni smitsjúkdóms.
- Að hundurinn hafi verið á Íslandi í a.m.k. 6 mánuði (eða frá fæðingu sé um yngra dýr að ræða)

Æskilegt er að vottorðið sé gefið út í mesta lagi 10 dögum fyrir brottför. Ekki er krafa um að vottorðið skuli áritað af dýralæknayfirvöldum.

ATH! Ekki er krafa um bólusetningu hunda gegn hundaæði vegna flutnings frá Íslandi til Bandaríkjanna. Þó gera sum fylki kröfu um hundaæðisbólusetningu og mælt er með því að innflytjendur kanni skilyrði innflutnings á ákvörðunarstað.

 Upplýsingar um innflutning gæludýra á vef CDC í Bandaríkjunum

Uppfært 29.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?