Saga
Matvælastofnun hóf störf 1. janúar 2008 þegar Landbúnaðarstofnun, matvælasvið Umhverfisstofnunar og matvælasvið Fiskistofu voru sameinuð undir einum hatti. Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvegaráðuneytisins, sem sett hefur reglugerð nr. 646/2020 um skipulag og starfsemi Matvælastofnunar. Aðalskrifstofa er á Selfossi en inn- og útflutningsdeild er í Reykjavík. Stofnunin rekur einnig umdæmiskrifstofur víðs vegar um landið, auk landamærastöðva vegna innflutnings sjávarafurða frá ríkjum utan EES.
Með stöðugum flutningi verkefna til stofnunarinnar hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt.
Tímalína
- 2006: Landbúnaðarstofnun
 Sameining Embættis yfirdýralæknis, Aðfangaeftirlits, Veiðimálastjóra, Yfirkjötmats og annarra verkefna
- 2008: Matvælastofnun
 Samruni Landbúnaðarstofnunar og matvælasviða Fiskistofu og Umhverfisstofnunar
- 2010: Eftirlit með búfjárafurðum
 Eftirlit með kjötvinnslum og mjólkurbúum fært frá sveitarfélögum til MAST
- 2011: Eftirlit með fiskvinnslum
 Matvælastofnun tók yfir verkefni Skoðunarstofa í sjávarútvegi
- 2013: Eftirlit með dýravelferð
 Stjórnsýsla og eftirlit flutt frá Umhverfisstofnun til Matvælastofnunar
- 2014: Búfjáreftirlit
 Fært frá sveitarfélögum til MAST samhliða endurskipulagi eftirlits með dýravelferð
- 2015: Eftirlit með fiskeldi
 Fært frá Fiskistofu til MAST auk verkefna sem MAST vinnur fyrir Umhverfisstofnun
- 2016: Búnaðarstofa
 Stjórnsýsluverkefni flytjast frá BÍ til MAST
- 2018: Lífræn ræktun
 Stjórnsýsla og eftirlit færð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til MAST
- 2020: Brotthvarf Búnaðarstofu
 Búnaðarstofa flutt frá MAST til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins