Fara í efni

Brexit - innflutningur frá Bretlandi

Þann 31. desember 2020 lýkur aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr ESB. Ef ekki nást sérstakir samningar um annað mun Bretland verða skilgreint sem þriðja ríki gagnvart ESB/EES frá og með 1. janúar 2021. Það felur m.a. í sér að dýraafurðir (búfjár- og sjávarafurðir) verða ekki lengur í frjálsu flæði á milli Bretlands og EES og þar með Íslands.

Innflutningur eftirlitsskyldra afurða frá Bretlandi til Íslands verður því með sama hætti og annar innflutningur frá 3. ríkjum.

Leiðbeiningar á vef Matvælastofnunar snúa eingöngu að skilyrðum varðandi dýraheilbrigði og matvælalöggjöf. Hvað varðar tollamál þessu tengt er vísað á Skattinn.

Uppfært 16.11.2020
Getum við bætt efni síðunnar?