Fara í efni

Eftirlitsheimsóknir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)

Eftirlitsstofnun EFTA ber skylda til þess samkvæmt EES samningi að hafa eftirlit með því að aðildarríki hans (þ.e. EFTA ríkin) innleiði löggjöf samningsins og uppfylli þær kröfur sem hún gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með úttektarheimsóknum til ríkjanna þar sem eftirlit opinberra aðila er tekið út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis og dýravelferðar.

Undanfarið hefur ESA að jafnaði komið í 3-4 úttektir á ári til Íslands og voru fjórar slíkar heimsóknir á áætlun 2020 en vegna kórónuveirufaraldursins varð breyting á og einungis tvær úttektir voru gerðar, þar af önnur á rafrænu formi. Úttektaráætlun ESA fyrir árið 2021 tekur mið af faraldrinum. Þannig eru fleiri úttektir á áætlun en með breyttum formerkjum og verða nokkrar á rafrænu formi (skrifborðsúttektir) fyrri hluta ársins en ESA gerir ráð fyrir að geta komið til landsins í úttektir á síðari hluta ársins.

Þannig hyggst hyggst ESA gera 4 úttektir á rafrænu formi / skrifborðsúttektir á fyrri hluta ársins, sú fyrsta með opinberu eftirliti með matarbornum súnum (zoonoses), önnur með lyfjum og aðskotaefnum í dýrum og dýraafurðum,  þriðja með merkingum matvæla þ.m.t. næringar- og heilsufullyrðingum og sú fjórða með plöntuverndarvörum, varnaefnaleifum og sjálfbærri notkun varnarefna en henni verður fylgt eftir á seinni hluta ársins með heimsókn til Íslands. Á síðari hluta ársins verða 3 – 4 úttektir eftir því hvernig ástandið verður vegna kórónuveirunnar en fyrst á áætlun er úttekt með opinberu eftirliti með velferð dýra við aflífun, þá verður síðari hluti úttektar með plöntuverndarvörum, þriðja úttektin verður eftirfylgniúttekt með lifandi samlokum og sú fjórða framkvæmd eftirlits á landamærastöðvum.

  • Matarbornar súnur (zoonoses) - des. 2020 – feb. 2021 (skrifborðsúttekt) 
  • Plöntuverndarvörur, varnarefnaleifar og sjálfbær notkun varnarefna  - des. 2020 – feb. 2021 (skrifborðsúttekt)
  • Lyfjaleifar- og aðskotaefni í dýrum og dýraafurðum 19. – 30. Apríl 2021 (12 dagar, úttekt á rafrænu formi)
  • Merkingar matvæla þ.m.t. næringar- og heilsufullyrðingar sep. 2021 – jan. 2022 (skrifborðsúttekt)
  • Velferð dýra við aflífun 4. – 13. október  (10 dagar)
  • Plöntuverndarvörur, varnarefnaleifar og sjálfbær notkun varnarefna  -15 – 24 nóv. 2021 (10 dagar) á Íslandi        
  • Lifandi samlokur (eftirfylgni) – ótímasett, ræðst af þróun kórónuveirufaraldursins
  • Framkvæmd eftirlits á landamærastöðvum  - ótímasett, fer eftir því hvort þörf er á og þróun kórónaveirufaraldursins.

Undirbúningur heimsókna er í höndum samhæfingarsviðs MAST sem veitir nánari upplýsingar ef óskað er.

Niðurstöður fyrri úttekta ESA og landsskýrsla fyrir Ísland má finna á eftirfarandi tenglum: 

Ítarefni 

Uppfært 14.04.2021
Getum við bætt efni síðunnar?