Fara í efni

Ensím

Matvælaensím eru afurðir sem fást úr plöntum, dýrum eða örverum eða afurðum þeirra, þar með taldar afurðir sem fást með gerjunarferli þar sem notaðar eru örverur. Matvælaensím hvata skilgreint lífefnafræðilegt efnahvarf og þeim er bætt í matvæli í tæknilegum tilgangi á einhverju stigi framleiðslu, vinnslu, tilreiðslu, meðhöndlunar, pökkunar, flutnings eða geymslu matvælanna.

Reglur

Reglugerð Evrópusambandsins nr. 1332/2008, um matvælaensím var innleidd á Íslandi með reglugerð nr. 977/2011. Þetta eru fyrstu samræmdu reglurnar sem settar eru um notkun matvælaensíma í Evrópu. Í reglugerðinni kveður á um að öll ensím sem notuð eru í eða við framleiðslu matvæla skulu sérstaklega samþykkt til notkunar og mun verða útbúinn listi yfir þau ensím sem verða samþykkt.  

Skilyrðin fyrir því að notkun matvælaensíms verð samþykkt eru:

  • að þau valdi ekki heilbrigðisáhættu 
  • tæknileg þörf sé fyrir notkun þeirra 
  • að notkun þeirra villi ekki um fyrir neytendum (t.d. í tengslum við eiginleika, ferskleika og gæði)

Listi yfir leyfileg matvælaensím verður birtur þegar mat hefur verið lagt á öll þau ensím sem sótt hefur verið um.  Þegar listinn hefur verið birtur verður einungis leyfilegt að nota þau matvælaensím sem komast á listann.

Í reglugerðinni er einnig kveðið á um hvernig merkja skulu matvælaensím, hvort sem er þau sem ekki eru ætluð til sölu til lokaneytanda og þeirra sem það eru.

Leyfisveitingaferli fyrir matvælaensím

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1331/2008, sem innleidd var með íslenskri reglugerð 976/2011 kveður á um sameiginlega málsmeðferð við leyfisveitingar fyrir aukefni, bragðefni og ensím í matvælum.  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 234/2011 (IS 873/2012) kveður nánar á um framkvæmd málsmeðferðarinnar við leyfisveitingar.

Reglugerð um merkingar matvæla

Í reglugerð um miðulun upplýsinga um matvæli til neytenda, nr. 1294/2914 (EB/1169/2011) er að finna kröfur um merkingar á ensímum í innihaldslýsingu matvæla. Sjá nánari umfjöllun um merkingar ensíma í innihaldslýsingum hér

Ítarefni

Uppfært 28.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?