Fara í efni

Salmonella og Campylobacter í alifuglum

Vöktun á salmonellu og Campylobacter í alifuglum fer fram í samræmi við landsáætlanir Matvælastofnunar um varnir og viðbrögð (LÁVV) við salmonellu og við Campylobacter í alifuglarækt. Niðurstöður vöktunar síðustu fimm ára eru birtar í mælaborðinu.

Um niðurstöður vöktunar á salmonellu í alifuglum

Við gildistöku uppfærðar LÁVV árið 2018 teljast allir hópar jákvæðir sem greinst hafa með salmonellu, þó svo salmonella hafi ekki fundist í staðfestingarsýni.

Sermisgerðin er einungis greint í einum salmonellustofni úr hverjum alifuglahópi. Sýni sem hafa ekki verið sermisgreint eru gefin upp sem Salmonella spp.

Greiningar á salmonellu í sláturhópum kjúklinga og kalkúna eru birtar óháð því hvort afurðir viðkomandi hóps hafa verið hitameðhöndlaðar fyrir dreifingu eða hafa verið innkallaðar. Tilkynningar um innkallanir má finna hér.

Um niðurstöður vöktunar á Campylobacter í alifuglum

Tegundagreining er venjulega ekki framkvæmd ef Campylobacter spp. ræktast í sýni, nema sýklalyfjanæmi stofnsins sé greint. Hingað til hafa allir stofnar, sem greinst hafa í sýnum úr alifuglum, verið af tegundinni Campylobacter jejuni.

Ítarefni

Uppfært 11.07.2025
Getum við bætt efni síðunnar?