Fara í efni

Salmonella og Campylobacter í alifuglum

Vöktun á salmonellu og Campylobacter í alifuglum fer fram í samræmi við landsáætlanir Matvælastofnunar um varnir og viðbrögð (LÁVV) við salmonellu og við Campylobacter í alifuglarækt. Niðurstöður vöktunar síðustu tíu ára eru birtar í mælaborðinu.

Tölur í mælaborði eru birtar með fyrirvara um villur. Til og með ársins 2022 hafa niðurstöður einnig verið birtar í ársskýrslum stofnunarinnar. Eftir þann tíma eru niðurstöður eingöngu aðgengilegar hér. Ef mismunur er á tölum í mælaborði og birtum tölum í ársskýrslu gilda tölur í ársskýrslu.

Um niðurstöður vöktunar á salmonellu í alifuglum

Fram til ársins 2018 og í samræmi við eldri útgáfur landsáætlana Matvælastofnunar um varnir og viðbrögð (LÁVV) við salmonellu í alifuglum, voru fuglahópar einungis taldir jákvæðir ef salmonellusmit var staðfest með endurteknum sýnatökum. Við gildistöku uppfærðar LÁVV árið 2018 teljast allir hópar jákvæðir þar sem salmonella hefur greinst þó svo ekki hafi verið hægt að staðfesta smit.

Greining á sermisgerð er einungis gerð á einum salmonellustofni úr hverjum alifuglahópi. Jákvætt sýni sem hafa ekki verið sermisgreint eru gefin upp sem Salmonella spp.

Greiningar á salmonellu í sláturhópum kjúklinga og kalkúna eru birtar óháð því hvort afurðir viðkomandi hóps hafa verið hitameðhöndlaðar fyrir dreifingu eða hafa þurft að vera innkallaðar. Tilkynningar um innkallanir má finna hér.

Um niðurstöður vöktunar á Campylobacter í alifuglum

Tegundagreining er venjulega ekki framkvæmd ef Campylobacter spp. ræktast í sýni, nema sýklalyfjanæmi stofnsins sé greint. Hingað til hafa allir stofnar, sem greinst hafa í sýnum úr alifuglum, verið af tegundinni Campylobacter jejuni.

Ítarefni

Uppfært 04.04.2024
Getum við bætt efni síðunnar?