Fara í efni

Innflutningur frjóeggja

Óheimilt er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra. Ráðherra getur heimilað innflutning dýra og erfðaefnis, að fengnum meðmælum Matvælastofnunar, undir ströngum skilyrðum. Þannig getur ráðherra meðal annars heimilað flutning til landsins á frjóeggjum alifugla á einangrunarstöð. Dýr úr þessum frjóeggjum má ekki flytja úr einangrunarstöð fyrr en tryggt þykir að þau séu laus við smitsjúkdóma.

Með heimild ráðherra eru flutt inn frjóegg til endurnýjunar á stofnfuglum í alifuglarækt:

  • Frjóegg fyrir kjúklingarækt koma venjulega frá Svíþjóð og eru af holdastofni Aviagen Ross 308.
  • Frjóegg fyrir kalkúnaræk koma frá Bretlandi og eru af kalkúnastofninum Aviagen B.U.T. Premium.
  • Frjóegg fyrir varphænsnarækt koma venjulega frá Noregi og eru af varphænsnastofni Lohmann LSL-Classic (Lohmann Selected Leghorn, hvítar varphænur) og Lohmann LB (Lohmann Brown, brúnar varphænur).

 

Uppfært 13.11.2019
Getum við bætt efni síðunnar?