Landskannanir - Hvað borða Íslendingar?
Heilsufar einstaklinga ræðst meðal annars af lífsháttum og neysluvenjum og margir langvinnir sjúkdómar eiga rót sína að rekja til lélegs eða rangs mataræðis. Holl og fjölbreytt mataræði er því mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan frá degi til dags og getur dregið úr líkum á langvinnum sjúkdómum, snemmbærum dauðsföllum og glötuðum góðum æviárum.
Það er mikilvægt að fylgjast reglulega með mataræði landsmanna og það er gert með landskönnunum. Tilgangur landskannana á mataræði er að safna ítarlegum upplýsingum um neyslu matvæla og næringarefna hjá þjóðinni. Að fylgjast með þróun á mataræði hér á landinu er afar mikilvægt. Þekking á kostum þess og eiginleikum er forsenda fyrir markvissri fræðslu um hollustu til almennings og matvælafyrirtækja, ákvarðanatöku stjórnvalda og fyrir vöktun á óæskilegum efnum í fæðunni auk rannsókna og alþjóðlegs samstarfs.
Landskannanir á mataræði eru framkvæmdar af embætti landlæknis (áður fyrr Manneldisráð og Lýðheilsustöð) og Rannsóknarstofu í næringarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Ýmsar aðrar stofnanir eins og Matvælastofnun hafa einnig komið að gerð landskannana.
Margt hefur gjörbreyst frá fyrstu könnunni, frá árinu 1990, og svo virðist að sterkustu einkenni íslensk mataræði, sem var mikil fisk- og mjólkurneysla sé horfin. Frá þeim tíma hafa orðið miklar breytingar bæði á lífsháttum og aðstæðum fólks. Nýjar matreiðsluaðferðir hafa þróast og nýjar og breyttar fæðutegundir hafa rutt sér til rúms. Nýjasta landskönnun Hvað borðar Íslendinga? – Könnun á mataræði Íslendinga frá 2019-2021 sýnir að mataræði landsmanna hefur tekið breytingum frá fyrri landskönnun 2010-2011. Það hefur bæði þokast í átt að ráðleggingum um mataræði og fjær þeim, allt eftir því hvaða fæðuflokkar og næringarefni eru skoðuð. Mikill breytileiki er í mataræði á milli kynja og aldurshópa.
Landskannanir á mataræði auk annarra upplýsinga tengdar næringu, ráðleggingum um mataræði o.fl. er hægt að finna á heimasíðu Embætti landlæknis. Hérna.