Fara í efni

Mataræði Íslendinga

Heilsufar einstaklinga ræðst meðal annars af lífsháttum og neysluvenjum, og margir langvinnir sjúkdómar eiga rót sína að rekja til lélegs eða rangs mataræðis. Embætti landlæknis og Matvælastofnun létu framkvæma landskönnun á mataræði Íslendinga árin 2010-2011. Hliðstæð rannsókn var síðast gerð árið 2002 en frá þeim tíma hefur margt breyst í lífsháttum og aðstæðum fólks, nýjar matreiðsluaðferðir hafa þróast og nýjar og breyttar fæðutegundir hafa rutt sér til rúms. Það var því orðið tímabært að kanna hvernig fæðuvenjum er háttað og hvaða breytingar hafa átt sér stað frá því síðasta könnun var birt.

Tilgangur könnuninnar var að meta hollustu fæðunnar og næringargildi hennar hjá ungum og öldnum, körlum og konum í borg, sveit og bæ. Þekking á kostum þess og eiginleikum er forsenda fyrir markvissri fræðslu um hollustu til almennings og matvælafyrirtækja, ákvarðanatöku stjórnvalda og fyrir vöktun á óæskilegum efnum í fæðunni auk rannsókna og alþjóðlegs samstarfs. 

Ítarefni

Uppfært 07.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?