Fara í efni

Merking og skráning svína

Eftirfarandi kröfur gilda um skráningu og merkingu svína:

  1. Öll svín skulu merkt með forprentuðu plötumerki í eyra
  2. Svínin skulu merkt með merki áður en þau fara frá fæðingarbýli eða þegar þau eru, eftir fráfærur, meðhöndluð með lyfjum með afurðarnýtingarfresti
  3. Undanþága er veitt fyrir merkingu grísa til slátrunar að uppfylltum skilyrðum, sjá nánar hér fyrir neðan
  4. Umráðamaður svína er ábyrgur fyrir skráningu upplýsinga um öll dýr hjarðar sinnar í sérstaka hjarðbók
  5. Umráðamaður búfjár er ábyrgur fyrir að sjúkdómar í búfé hans og meðhöndlun þeirra sé skráð, sem og fyrirbyggjandi aðgerðir
  6. Hjarðbækur og heilsukort skulu umráðamenn búfjár varðveita í a.m.k. 10 ár. Sama gildir þótt framleiðslu sé hætt

Nánari upplýsingar í reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár

Undanþága við merkingu grísa

Undanþágu frá því að merkja grísi til slátrunar með merki að uppfylltum öllum eftirfarandi skilyrðum: 

a. Grísirnir hafi ekki verið meðhöndlaðir með lyfjum eftir fráfærur
b. Grísirnir eru auðkenndir fæðingarbýli fyrir flutning frá fæðingarbýli. Nr. 916 30. október 2012
c. Grísirnir eru fluttir beint frá fæðingarbýli eða eldisbúi í sláturhús
d. Við flutninginn sé aðeins flutt frá einu fæðingarbýli eða einu eldisbúi í einu
e. Við flutninginn sé aðeins flutt frá einum framleiðanda í einu
f. Við flutninginn eru aðrir gripir s.s. gyltur, geltir og lyfjameðhöndlaðir grísir með merki
g. Við slátrun er tryggt að viðkomandi hópur sé sundurgreindur frá öðrum sláturhópum
h. Framleiðandi og sláturleyfishafi tryggi rekjanleika hópsins við flutning og slátrun með rafrænni skráningu þar sem eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram: 

i. Fæðingarbýli 
ii. Eldisbú
iii. Fjöldi ómerktra gripa 
iv. Fjöldi merktra gripa 
v. Flutningsdagur 
vi. Hlaupandi númer fyrir viðkomandi hóp

Ofangreind undanþága gildir ekki um grísi sem sendir eru í sláturhús innan 30 daga frá fráfærum

Framleiðanda og sláturleyfishafa ber að sýna fram á að ofangreindum skilyrðum sé fullnægt

Hjarðbók

Eftirfarandi upplýsingar um svín skal skrá í hjarðbók:

a. Einstaklingsnúmer
b. Fæðingarmánuð og ár
c. Kyn dýrs
d. Stofn dýrs
e. Einstaklingsnúmer móður
f. Dagsetningu dauða eða slátrunar
g. Alla svína og grísaflutninga til og frá hjörð, bæði varanlega og tímabundna

Auk þess:

i. nafn, heimilisfang og framleiðandanúmer sendanda og móttakanda
ii. fjölda dýra sem flutt/seld eru
iii. dagsetningu flutnings
iv. nafn og kennitölu flutningsaðila

Rekjanleiki

Rekjanleiki er sá möguleiki að rekja uppruna og feril matvæla, dýra sem gefa af sér afurðir til manneldis og efna sem nota á eða vænst er að verði notuð í eða í snertingu við matvæli í gegnum öll stig framleiðslu, vinnslu og dreifingar.

Gott rekjanleikakerfi fyrirtækja er skilyrði þess að hægt sé á markvissan og skilvirkan hátt að stöðva dreifingu og / eða innkalla vörur af markað á. Þannig má lágmarka hugsanlegt heilsutjón neytenda og fjárhagstjón fyrirtækja.

Uppfært 19.11.2019
Getum við bætt efni síðunnar?