Fara í efni

Grænmeti

Nokkur heilræði um meðferð grænmetis sem nota í ferskt salat:

  • Þvoið hendur ávalt vandlega áður en farið er að vinna með matvæli. Hendur koma víða við og illa þvegnar hendur geta borið með sér alls konar örverur, margar hverjar sjúkdómsvaldandi. Ef sár eru á höndum ætti að nota hanska.
  • Veljið ferskt hráefni sem ekki er farið að skemmast. Ferskt grænmeti á að hafa ferskan, eðlilegan lit og vera safaríkt.
  • Hreinsið allt grænmeti vandlega. Fleygið visnuðum blöðum og skerið burt skemmdir og trénaða hluta.
  • Skolið allt grænmeti vandlega. Grænmeti er ræktað í náinni snertingu við mold og jafnvel lífrænan úrgang og því er á því lífleg flóra af örverum sem geta borist í salatið og annan mat ef ekki er rétt að farið. Flestar eru þessar örverur meinlausar að öðru leyti en því að stytta geymsluþol grænmetisins en sumar þeirra geta verið sjúkdómsvaldandi. Skolun er góð leið til að fækka óæskilegum örverum eins og kostur er. Mælt er með skolun á þvegnu, pökkuðu blaðsalati fyrir neyslu.
  • Notið sérstakt skurðarbretti fyrir grænmeti og tryggið að öll áhöld sem notuð eru séu hrein. Krossmengun úr hráum vörum í salat sem neyta á án hitunar getur haft alvarlegar afleiðingar sem og krossmengun frá hráu grænmeti yfir í soðna vöru sem tilbúin er til neyslu.
  • Skorið grænmeti á að geyma í lokuðu íláti við 0-4°C. Ef geyma þarf grænmetið fyrir neyslu verður það að vera í lokuðu íláti til að tryggja ferskleika þess og koma í veg fyrir mengun. Allan mat, sem ekki á að hita fyrir neyslu, á að geyma í efstu hillum kæliskápa.
  • Skorið grænmeti hefur takmarkað geymsluþol. Við það að skera grænmetið niður verður það viðkvæmara fyrir ágangi örvera og ýmis ensím, sem grænmetið inniheldur frá náttúrunnar, hendi taka að brjóta það örar niður. 
Uppfært 30.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?