Fara í efni

Innskráning í TRACES - SMS auðkenningarleið hættir

Matvælastofnun vill vekja athygli á því að frá 30. júní 2025 verður ekki hægt að nota SMS skilaboð til auðkenningar þegar notendur skrá sig inn í TRACES (í tveggja þátta auðkenningu).

Upplýsingar um aðrar leiðir er að finna í gegnum hlekkinn hér að neðan, á vefsíðu Evrópusambandsins:
EU Login Portal - What second factor can I configure with my account?

Matvælastofnun mælir með notkun EU Login forritsins í snjallsíma fyrir íslenska notendur. Leiðbeiningar um uppsetningu þess má finna hér:
How can I add a mobile device to my EU Login account?

Hvað er TRACES?
TRACES (TRAde Control and Expert System) kerfið er rafrænt upplýsingakerfi sem Evrópusambandið heldur utan um og er notað til að fylgjast með flutningi dýra, dýraafurða, plöntum og plöntuafurðum innan EES og til/frá löndum utan sambandsins.
Notendur TRACES á Íslandi eru bæði opinberir eftirlitsaðilar eins og Matvælastofnun en einnig einka- og viðskiptaaðilar.

 

Fréttin var uppfærð 27.6.25 með hlekk að leiðbeiningum að uppsetningu EU Login forritsins


Getum við bætt efni síðunnar?