Stefnur
Dýraheilsustefna
Dýraheilsustefna
Stefnan snýst um að hlúa að heilsu og velferð dýra. Það er mikilvægt að vörður sé staðinn um velferð og heilbrigði dýra á Íslandi. Dýr hafa í dag lögbundinn rétt sem á að tryggja þeim góða meðferð, umhirðu og aðbúnað. Einnig er þeim tryggður réttur til að lifa í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og kostur er.
Framtíðarsýn og meginmarkmið
Framtíðarsýn Matvælastofnunar er að öll dýr njóti líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðan. Meginmarkmið Matvælastofnunar er að koma í veg fyrir og vinna að útrýmingu dýrasjúkdóma. Einnig að hlúð sé að velferð dýra og að þau geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.
Markmið
- Áhrifaríkar forvarnir
- Árangursríkt eftirlit
- Fumlaus viðbrögð
Hægt er að lesa stefnuskjal dýraheilsustefnu hér: Dýraheilsustefna.pdf