Fara í efni

Stefnur

Stafræn stefna

 

Stafræn stefna

Umbótastarf stofnunarinnar og nýsköpun byggir helst á aukinni starfrænni þróun sem mun leiða af sér aukna skilvirkni og ákvarðanatöku byggða á upplýsingum. Stefnu þessari er ætlað að stuðla að því að upplýsingatækni sé nýtt á markvissan hátt á öllum sviðum stofnunarinnar ásamt því að styðja við aðrar stefnur stofnunarinnar.

Framtíðarsýn og meginmarkmið

Stefnan leggur grunn að því að Matvælastofnun geti staðið vörð um heilbrigði manna, dýra og plantna með gagnadrifnu eftirliti og skilvirkum stafrænum lausnum. Horft verði til umbóta á verklagi stofnunarinnar með það að leiðarljósi að fara vel með almanna fé.

Meginmarkmið stefnunnar miðar að því að beita stafrænum lausnum í auknum mæli til að auka gagnsæi, yfirsýn og skilvirkni innan stofnunarinnar ásamt því að bæta þjónustu við hagaðila.

Markmið

  • Stafræn uppbygging
  • Aukin skilvirkni

Hægt er að lesa stefnuskjal stafrænnar stefnu hér: Stafræn stefna.pdf

Uppfært 20.05.2025
Getum við bætt efni síðunnar?