Fara í efni

Stefnur

Upplýsinga- og fræðslustefna

 

Upplýsinga- og fræðslustefna

Upplýsinga- og fræðslustefna Matvælastofnunar fjallar um hvernig stofnunin miðlar upplýsingum og fræðslu til almennings, hagaðila, fjölmiðla og annarra stofnanna. Stefnunni er ætlað að hafa áhrif á ímynd og traust til stofnunarinnar. Upplýsingagjöf og fræðslumálum er sinnt af sérfræðingum stofnunarinnar í mismunandi málaflokkum.

Framtíðarsýn og meginmarkmið


Framtíðarsýn Matvælastofnunar er að almenningur og hagaðilar þekki vel hlutverk og ábyrgð stofnunarinnar og beri traust til starfa hennar. Sömuleiðis að þekking almennings og hagaðila sé slík að matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði og -velferð sé tryggð.

Meginmarkmið Matvælastofnunar er að virk miðlun og samskipti við fjölmiðla, almenning og hagaðila verði til þess að skilningur á hlutverki og ábyrgð aðila sé til staðar.

Markmið

  • Áhrifaríkari fræðsla
  • Bætt miðlun
  • Aukið traust

Hægt er að lesa stefnuskjal upplýsingar- og fræðslustefnu hér: Upplýsinga- og fræðslustefna.pdf

Uppfært 21.05.2025
Getum við bætt efni síðunnar?