Fara í efni

Stefnur

Gæðastefna

 

Gæðastefna

Gæðastefna Matvælastofnunar stuðlar að því að öll verkefni og þjónusta sem stofnunin fer með séu ávallt unnin með stöðugar umbætur að leiðarljósi, niðurstöður séu rýndar og brugðist sé við frávikum til úrbóta. Gæðastefnan nær til allra þátta í starfseminni. Matvælastofnun leggur áherslu á að mæta þörfum hagsmunaaðila sinna í allri starfsemi stofnunarinnar.

Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn Matvælastofnunar er að byggja upp traust með öflugu gæðakerfi þar sem starfsfólk og stjórnendur bera ábyrgð, fylgja skýru verklagi og stuðla að stöðugum umbótum.
Meginmarkmið Matvælastofnunar er að starfa eftir samþykktum verkferlum þar sem ábyrgð starfsmanna og eignarhald á skjölum og verkefnum, þar á meðal umbótaverkefnum, er skýrt og öllum ljóst.

Markmið

  • Aukin gæðavitund starfsmanna og ábyrgð og eignarhald stjórnenda.
  • Starfsmenn þekki og tileinki sér niðurstöður rýnivinnu og innleiðingu umbóta.
  • Skýr ábyrgð og eignarhald á úrbótakröfum (rýni gæðaráðs og innri úttektir).

Hægt er að lesa stefnuskjal gæðastefnu hér: Gæðastefna.pdf

Uppfært 20.05.2025
Getum við bætt efni síðunnar?