Stefnur
Rekstrarstefna
Rekstrarstefna
Rekstrarstefnan fjallar um hvernig stofnunin geti gegnt skyldum sínum innan fjárheimilda. Þá fjallar stefnan um hvernig auka megi rekstrarlega hagkvæmni, efla rekstrarmeðvitund starfsmanna, gegnsæi í rekstri og stuðla að góðri áætlanagerð í rekstrar- og fjármálum. Auk þess hvernig bæta megi upplýsingagjöf, fræðslu og þjónustu.
Framtíðarsýn og meginmarkmið
Framtíðarsýn Matvælastofnunar í rekstrar- og fjármálum er að rekstur og fjárstýring sé skilvirk, hagkvæm og í samræmi við áætlanir. Starfsfólk hefur það sem til þarf til að sinna starfi sínu og notast er við stafrænar lausnir til að einfalda verkferla og bæta ákvarðanatöku, upplýsingagjöf og gagnavinnslu.
Meginmarkmið Matvælastofnunar er að reka stofnunina innan fjárheimilda með hagkvæmum og ábyrðum hætti. Skýrir verkferlar, virkt innra eftirlit og aðgengilegar, áreiðanlegar fjárhagsupplýsingar tryggja traustan rekstur og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Innheimta er skilvirk og tímanleg, og góð yfirsýn er yfir eignir sem eru bæði hagkvæmar og umhverfisvænar. Innkaup fara fram í samræmi við lög um opinber innkaup þar sem jafnræði, gagnsæi, meðalhóf, hagkvæmni og umhverfissjónarmið eru í fyrirrúmi.
Markmið
- Ábyrg fjármálastjórnun
- Hagkvæm og umhverfisvæn innkaup
- Markviss áætlanagerð
- Skilvirkar stjórnendaupplýsingar
Hægt er að lesa stefnuskjal rekstrarstefnu hér: Rekstrarstefna.pdf