Fara í efni

Útbreiðsla riðu í Tröllaskagahólfi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Sterkur grunur er um að riða hafi greinst í sauðfé sem flutt var frá Stóru-Ökrum þar sem riðuveiki var staðfest í vikunni. Féð var flutt að Grænumýri og Syðri-Hofdölum í Blönduhlíð, og að Hofi í Hjaltadal.

Staðfestingu á endanlegri greiningu er að vænta um miðja næstu viku frá Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum.

Matvælastofnun kannar hvaða flutningar hafa átt sér stað frá þessum þremur bæjum. Beðið er niðurstaðna úr fleiri sýnum í þeim tilgangi að kortleggja útbreiðslu smits innan hólfsins.

Matvælastofnun óskar eftir sýnum frá bændum í Tröllaskagahólfi.

Engar vísbendingar eru um að fólki stafi hætta af snertingu við riðusmitað fé né neyslu afurða þess, svo sem kjöts, innmatar og mjólkur. Hvorki neytendur né fólk sem starfar á sauðfjárbúum eða í sláturhúsum er í hættu vegna riðuveiki í sauðfé.  

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?