Fara í efni

Hundar og kettir frá Úkraínu

Í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu var flóttafólki þaðan heimilað að flytja með sér gæludýr sín til Íslands þó þau uppfylli ekki almenn skilyrði um innflutning . Slík undanþága felur í sér að sá undirbúningur sem jafnan fer fram fyrir innflutning, þ.e. bólusetningar, sýnatökur, meðhöndlun ofl, mun fara fram eftir komuna til landsins. Þetta krefst allt að fjögurra mánaða einangrunar en tekið er mið af því hve langt dýrið er komið í undirbúningsferlinu við komuna til landsins. Reglugerð nr. 590/2020 um innflutning hunda og katta frá Úkraínu.

 • Fjöldi rýma í einangrun er takmarkaður og nauðsynlegt er að sækja um og fá úthlutað innflutningsleyfi áður en dýrið er flutt til landsins.
 • Þeir sem hyggjast sækja um skulu senda tölvupóst til petimport@mast.is og óska eftir umsóknareyðublaði. 
 • Senda skal útfyllta umsókn og fylgigögn ásamt mynd af dýrinu til petimport@mast.is
 • Ef upplýsingar eða fylgigögn vantar þá er umsókn ekki gild fyrr en bætt hefur verið úr því.
 • Umsóknum verður svarað innan 5 virkra daga.
 • Lengd dvalar í einangrun tekur mið af því hvaða heilbrigðisskilyrði dýrið hefur uppfyllt áður en það kemur til landsins

Import of pets of Ukrainian refugees 

Following Russia's invasion of Ukraine an exemption has been made for the importation of dogs and cats owned by refugees from Ukraine to Iceland. A regulation to this effect has now been issued, stipulating special risk-reducing measures to prevent infectious diseases entering the country. The pets will need up to four months' quarantine upon arrival, and by the end of the quarantine period they shall have fulfilled all import requirements as applies to regular import of pets to Iceland.

 • There is a limited number of kennels at the quarantine station and importers must apply for an import permit before bringing their pet to Iceland.
 • Applications must be submitted to MAST on a special form (which will be sent to those who request it by email to petimport@mast.is) along with available documents on the pets identity and health, as well as a photo of the pet.
 • If information or supporting documents are missing, the application will not be valid until it has been completed.
 • Applications will be answered within 5 working days.
 • The length of stay in quarantine depends on what health requirements the pet has fulfilled prior to arrival to Iceland.

 

 

 

Uppfært 08.06.2022
Getum við bætt efni síðunnar?