Aukaafurðir dýra
Allir þeir sem stunda viðskipti með aukaafurðir dýra og eru með lögheimili á Íslandi eiga að vera skráðir hjá Matvælastofnun.
Viðskipti, innflutningur og útflutningur
Kröfurnar um viðskipti í aukaafurðareglugerðinni gilda bæði fyrir
- Viðskipti innan EES
- Útfluttning/innflutning til eða frá landi utan EES
Aðildaríki ESB og EES geta sett höft á innfluttning vissra afurða
Viðauki XIV í reglugerð um aukaafurðir dýra fjallar um innfluttning frá löndum utan EES.
Skráning starfsstöðvar hjá Matvælastofnun
Í þjónustugátt Matvælastofnunnar er að finna rafræna umsókn 1.07 - Skráning/Umsókn um vinnslu og/eða geymslu á aukaafurðum dýra.
Allar skráðar og samþykktar starfsstöðvar birtast á lista yfir starfsstöðvar á heimasíðu Matvælastofnunnar.