Fara í efni

Viðbrögð við dýrasjúkdómum

Hverjum þeim, sem hefur ástæðu til að ætla að dýr sé haldið smitsjúkdómi sem lög þessi ná yfir, ber án tafar að tilkynna það hverjum þeim dýralækni sem til næst eða lögreglu. Skylt er lögreglu að hafa strax samband við dýralækni. Telji dýralæknir ástæðu til skal hann tafarlaust gera ráðstafanir til að fá sjúkdómsgreiningu sína staðfesta og hindra útbreiðslu sjúkdómsins.  - 5. gr. laga um dýrasjúkdóma

Leiði rannsókn í ljós eða dýralæknir fær grun um að um sé að ræða tilkynningarskyldan sjúkdóm, sbr. reglugerð skv. 2. mgr. 7. gr.,  eða smitsjúkdóm áður óþekktan hér á landi, skal dýralæknir án tafar tilkynna það Matvælastofnun. Jafnframt ber honum að grípa til varúðarráðstafana gegn útbreiðslu eða til útrýmingar sjúkdóminum, einnig að banna afhendingu dýrsins eða afurða þess og sjá um að einangra dýrið og önnur dýr sem kunna að bera smit, svo og nánasta umhverfi þeirra. Enn fremur skal hann sjá um að hlutir og vörur, sem komist hafa í snertingu við dýrið, verði sótthreinsuð eða þeim eytt og að aflífa dýrið eða gera aðrar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar teljast. Eigendum dýra er skylt að veita alla nauðsynlega aðstoð vegna varúðarráðstafana sem framkvæmdar eru á grundvelli þessarar málsgreinar.

Sé hins vegar um að ræða sjúkdóm sem er skráningarskyldur sjúkdómur, sbr. reglugerð skv. 2. mgr. 7. gr., skal dýralæknir hlutast til um að framkvæmdar séu frekari rannsóknir og málið tilkynnt að því marki sem nauðsynlegt er.

Ítarefni

Uppfært 03.02.2020
Getum við bætt efni síðunnar?