Fara í efni

Fóðurblöndur

Fóðurblanda er blanda fóðurefna, með eða án aukefna, ætluð til að fóðra dýr sem heilfóður eða fóðurbætir.

Innflutningur og framleiðsla fóðurblandna er háð eftirliti Matvælastofnunar. Fyrirtæki sem flytja inn eða framleiða fóðurblöndur skulu skráð hjá stofnuninni ásamt þeim fóðurblöndum sem þau flytja inn eða framleiða.

Án aukefna

Fyrirtækin sem flytja inn eða framleiða fóðurblöndur skulu gera skriflega áætlun um gæðastjórnun og hrinda henni í framkvæmd. Innihaldi fóðurblöndurnar ekki aukefni í þeim mæli að falli undir 3. viðauka reglugerðar 340/2001 um eftirlit með fóðri skal innra eftirlit byggja á góðum framleiðsluháttum.

Með aukefnum

Matvælastofnun veitir fyrirtækjum sem flytja inn, selja, nota eða framleiða aukefni, forblöndur aukefna eða fóðurblöndur sem innihalda aukefni í þeim mæli að falli undir 3. viðauka reglugerðar 340/2001 um eftirlit með fóðri, starfsleyfi sýni þau fram á að þau fullnægi kröfum sem gerðar eru 10. gr. og II. viðauka reglugerðar um fóður.  Þau fyrirtæki skulu gera skriflega áætlun um gæðastjórnun og hrinda henni í framkvæmd. Innra eftirlit viðurkenndra fyrirtækja skal byggja á GÁMSS (Greining áhættu og mikilvægra stýristaða, e. HACCP).

Uppfært 07.02.2020
Getum við bætt efni síðunnar?