Fara í efni

Óskað eftir sýnum frá bændum í Tröllaskagahólfi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vegna staðfestingar á riðusmiti í Tröllaskagahólfi óskar Matvælastofnun eftir því að sauðfjárbændur í hólfinu hafi samband við héraðsdýralækni vegna sýnatöku á fé sem misferst eða er slátrað heima. 

Óskað er eftir sýnum úr:

  • fullorðnu fé sem slátrað er heima
  • fé sem drepst heima eða finnst dautt
  • fé sem aflífað er vegna sjúkdóma eða slysa

Sýnatakan er bændum að kostnaðarlausu. Afar mikilvægt er að nú sé höndum tekið saman í því að rannsaka útbreiðslu smitsins í hólfinu hratt og örugglega.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?