Fara í efni

Riða í Skagafirði staðfest

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. Undirbúningur niðurskurðar fjár á bænum stendur yfir.

Matvælastofnun ítrekar að allur flutningur líffjár (sauð- og geitfjár) innan Tröllaskagahólfs er bannaður. 

Beðið er eftir niðurstöðum sýna úr sauðfé sem flutt var frá bænum til annarra bæja innan varnarhólfsins. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?