Merking ofnæmis- og óþolsvalda á umbúðum matvæla
Til að vernda heilsu neytenda sem þjást af fæðuofnæmi (eða -óþoli) er mikilvægt að tryggja að neytendur fái ítarlegar upplýsingar um samsetningu matvæla.Fjöldi innkallana hefur átt sér stað að undanförnu vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda á umbúðum. Í ljósi þessa hefur Matvælastofnun birt á vef sínum nýja upplýsingasíðu um merkingar ofnæmis- og óþolsvalda þar sem finna má lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda, ásamt leiðbeiningum um hvernig beri að merkja þá á matvörum.
Helstu fæðuofnæmisvaldar samkvæmt reglugerð eru:
Allt korn sem inniheldur glúten (hveiti, rúgur, bygg, hafrar, spelt og kamut), egg, fiskur, jarðhnetur, sojabaunir, mjólk (þ.m.t. laktósi), hnetur (möndlur, hesli-hnetur, valhnetur, kasúhnetur, pekan-hnetur, pistasíuhnetur og macadamia hnetur), sellerí, sinnep, sesamfræ, brennisteinsdíoxíð og súlfít, úlfabaunir, krabbadýr og lindýr.
Matvælaframleiðendur eru hvattir til að kynna sér efni síðunnar en hana má nálgast hér.