Fara í efni

Vanmerkt kryddbrauð

Matvælastofnun varar þá sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir heslihnetum við einni framleiðslulotu af Almars bakara kryddbrauði frá Al bakstur ehf. En heslihnetum hafði verið stráð yfir kökurnar en ekki talið upp í innihaldslýsingu á vörunni. Fyritækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Suðurlandi innkallað vöruna.  Kökurnar hafa verið endurmerktar.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Almar bakari Kryddbrauð
  • Framleiðandinn: Almar bakari, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði
  • Best fyrir dagsetning: 29.02.2024
  • Strikamerking: 00000013
  • Dreifing: Almar bakari í Hveragerði, Selfossi og Hellu

Neytendum sem keypt hafa vöruna og sérstaklega þeir sem hafa ofnæmi fyrir heslihnetum er bent á að neyta henni ekki og skila til fyrirtækisins gegn endurgreiðslu. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?