Fara í efni

Rannsókn vegna lifrarbólgu A

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hafa birt samantekt um rannsókn vegna lifrarbólgu A tilfella í Þýskalandi, Hollandi, Póllandi, Írlandi og Ítalíu, en áður hefur verið greint frá þessari sýkingahrinu á heimasíðu MAST og sóttvarnalæknis 30. maí sl.

Rannsóknir benda til þess að smitið megi rekja til blandaðra frosinna berja, en ekki er þó enn ljóst með hvaða berjategund smitið berst né hvar smitið hefur borist í berin. Rannsóknir eru enn í gangi og niðurstöður verða birtar þegar þær liggja fyrir.

Önnur sýkingahrina var á Norðurlöndum fyrr á árinu og var hún rakin til jarðarberja frá Egyptalandi.

Þar sem enn geta verið smituð frosin ber eða berjablöndur í umferð mæla Matvælastofnun og sóttvarnalæknir enn með þvi að sjóða öll frosin ber í eina mínútu áður en þeirra er neytt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?