Fara í efni

Nýr faraldur af lifrarbólgu A

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hafa vakið athygli  á lifrarbólgu A tilfellum sem komið hafa upp í Þýskalandi, Hollandi og Póllandi. Öll tilfellin hafa verið rakin til Norður Ítalíu og einnig hafa einstaklingar búsettir þar greinst með lifrarbólgu A. Rannsókn málsins er í gangi og bendir allt til þess að smit megi rekja til frosinna blandaðra berja. Áður hefur verið fjallað um lifrarbólgu A tilfelli sem hafa komið upp í Skandinavíu en smit var rakið til frosinna jarðarberja. Eins og er eru ekki talin nein tengsl á milli þessarra tveggja faraldra af lifrarbólgu A.

Matvælastofnun og sóttvarnarlæknir mæla með því að neytendur sjóði öll frosin ber í eina mínútu áður en þeirra er neytt. Þá hefur sóttvarnarlæknir bent ferðamönnun sem hyggja á ferðir til Norður -Ítalíu á að koma megi í veg fyrir lifrarbólgu A með bólusetningu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?