Fara í efni

Lifrarbólgufaraldur rakinn til frosinna jarðarberja

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Niðurstöður rannsókna á uppruna lifrarbólgu A faraldursins í Skandinavíu gefa til kynna að frosin jarðarber séu orsakavaldur lifrarbólgu A tilfella, sem greinst hafa í nær hundrað neytendum á fjórum Norðurlöndum á undanförnum mánuðum.

Ekki hefur verið hægt að rekja vöruna til ákveðins framleiðanda eða tengja það við ákveðið vöruheiti. Matvælastofnun og sóttvarnalæknir brýna því fyrir neytendum að sjóða öll frosin jarðarber í eina mínútu áður en þeirra er neytt. Önnur frosin ber liggja ekki undir grun að svo stöddu en engu að síður er einnig mælt með suðu annarra frosinna berja fyrir neyslu.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?