Fara í efni

Fræðslufundur: Leyfileg aukefni í matvælum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun heldur fræðslufund um leyfileg aukefni í matvælum þriðjudaginn 27. nóvember 2012 kl. 15:00 - 16:00. Á fundinum verður fjallað um nýútkomna aukefnalista sem skilgreina hvaða aukefni má setja í matvæli og reglur um notkun þeirra. 
 
Aukefnalistarnir taka gildi þann 1. júní 2013 og eru þeir hluti af reglugerð nr. 978/2011 um aukefni. Fjallað verður um efnisatriði reglugerðarinnar, uppbyggingu aukefnalistanna og gagnagrunn Evrópusambandsins í þeim tilgangi að auðvelda fyrirtækjum að framfylgja ákvæðum reglugerðinnar. Upplýsingar um aukefnareglur má nálgast á vef Matvælastofnunar. 

Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsendingu á vef MAST undir Útgáfa - Fræðslufundir. Þar verður einnig birt upptaka að fræðslufundi loknum.

Fyrirlesari:  

    Jónína Þ. Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun 

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði stofnunarinnar að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Allir velkomnir!

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?