Fara í efni

Brexit: Upplýsingafundir og frestun innleiðingar landamæraeftirlits

Frestun innleiðingar (vottorð og landamæraeftirlit)

Þann 29. ágúst birtu bresk stjórnvöld nýja innleiðingaráætlun um landamæraeftirlit í Bretlandi. Í þeirri tilkynningu varð ljóst að enn myndu innleiðingardagsetningar fyrir vottorðakröfur og landamæraeftirlit frestast.

Nú stendur til að vottorðakrafa fyrir dýraafurðir með miðlungsáhættu taki gildi 31. janúar 2024 (áður 31. október 2023). Þá á landamæraeftirlit með skjala-, auðkennis- og vöruskoðunum að hefjast frá og með 30. apríl 2024. 

Framleiðendum og útflytjendum er bent á að kynna sér vel í hvaða áhættuflokk vörur þeirra falla. Nánari upplýsingar má finna á upplýsingasíðu MAST um Brexit.

Upplýsingafundir

DEFRA í Bretlandi heldur upplýsingafundi í september sem eru sérstaklega ætlaðir viðskiptaaðilum. Fundunum er skipt niður eftir greinum og þannig má t.d. nefna að fundur fyrir fisk- og sjávarafurðir verður haldinn 12. september. Fundirnir eru öllum opnir og hægt er að skrá sig hér:


Getum við bætt efni síðunnar?