Fara í efni

Blásýra í hörfræjum

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af First Price hörfræjum sem Krónan flytur inn vegna þess að það greindist blásýra yfir leyfilegum mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað vöruna.

Í reglugerð um aðskotaefni er hámarksmagn fyrir blásýru í hörfræjum til neytenda 150 mg/kg. en það mældist langt yfir hámarksgildum (320 mg/kg).

Einungis varðar innköllunin eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: First Price hörfræ
  • Vörumerki: First price
  • Nettómagn: 250 g
  • Framleiðandi: Rol - Ryz Sp. Z.o.o.
  • Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14
  • Framleiðsluland: Pólland
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 05 2025
  • Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.
  • Dreifing: Allar verslanir Krónunnar

Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er
hægt að skila henni til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Ítarefni

Fréttatilkynning frá Krónunni

Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook

Innkallanir á heimasíðu Matvælastofnunar

Fréttatilkynning frá dönskum yfirvöldum


Getum við bætt efni síðunnar?