Fara í efni

Auglýsing um andmælarétt vegna verndar afurðarheita

Þann 4. júní 2021 luku Ísland, Liechtenstein og Noregur (þau þrjú aðildarríki EFTA sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið) og Bretland efnislegum samningaviðræðum um heildstæðan fríverslunarsamning en samningurinn nær til flestra sviða viðskipta á milli ríkjanna. Bretland sem er mikilvægur viðskiptaaðili fyrir öll þrjú EFTA-ríkin innan EES og miðar þessi fríverslunarsamningur að því að tryggja eins náin viðskiptatengsl og unnt er í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu.

Fríverslunarsamningurinn var samþykktur á Alþingi í mars 2022 og tók endanlega gildi 1. febrúar 2023.

Listi yfir bresk afurðarheiti var síðast birtur árið 2015, en nú birtir stofnunin viðbætur við listann, þ.e. ný afurðarheiti sem verndar skulu njóta hérlendis, sem fram koma á bls. 857 í Viðauka 24 í Fríverslunarsamningnum.

Samkvæmt samningnum skal Matvælastofnun auglýsa lista yfir þau afurðarheiti sem verndar munu njóta hér á landi, auk upplýsinga um hvar nálgast megi afurðarlýsingu fyrir viðkomandi matvæli, en um þetta má sjá í Viðauka 24 í Fríverslunarsamningnum. Sjá nánar neðangreindar viðbætur:

Matvælastofnun auglýsir hér með eftir andmælum gegn því að heiti þau sem listuð eru á heimasíðu stofnunarinnar (Auglýsing um andmælarétt vegna verndar afurðarheita) öðlist vernd á Íslandi. Andmæli skulu vera skrifleg og berast á netfangið mast@mast.is eða til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, fyrir 16. júní 2024.

 

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?