Fara í efni

Yfirlit yfir kamfýlóbaktersmit í kjúklingasláturhópum 2008

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nýja árið byrjaði mjög vel með litlu kamfýlóbaktersmiti í kjúklingasláturhópum fram í apríl 2008, en í maí tók að greinast smit í eldishópum og er það óvanalega snemma. Í tveimur þriðju sláturhópa greindist smitið fyrir slátrun og voru kjúklingarnir því frystir eða hitameðhöndlaðir áður en þeir fóru á markað.

Hin sérstaklega milda og raka veðrátta í maí var hagstæð fyrir skordýr og kann að vera skýringin á því hversu snemma smitið greinist í ár. Vitað er að flugur eru kamfýlóbakter smitberar. Með nýju rannsóknarverkefni íslenskra kjúklingabænda, MAST og Kanadamanna er reynt að gera ákveðin eldishús fluguheld með það að markmiði að fyrirbyggja að kamfýlóbaktersmit berist inn í húsin. Fyrstu netin voru sett upp 19. maí og er líklegt að það hafi verið fullseint þar sem vorið var mjög hagstætt flugum og smit var komið inn í nokkur hús áður en netin voru sett upp. Vonir standa þó til að flugnanetin skili árangri þegar líða tekur á árið.




Getum við bætt efni síðunnar?