Vörslusvipting hunda
Frétt -
19.04.2023
Matvælastofnun hefur tekið tvo hunda úr vörslu umráðamanns á höfuðborgarsvæðinu. Stofnunin fékk ábendingu um að hundarnir væru haldnir við slæmar aðstæður í mjög litlum og þröngum hundakofa. Við eftirlit reyndist ábendingin á rökum reist og fór vörslusvipting því fram. Hundunum verður komið í hendur annarra.