Fara í efni

Vörslusvipting hrossa vegna alvarlegs brots á dýravelferðarlögum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vegna alvarlegra brota á lögum nr. 55/2013 um dýravelferð hefur Matvælastofnun lagt tímabundið bann við búfjárhaldi á umráðamann búfjár á bæ í Hornafirði. Stofnunin sendi umráðamanninum tilkynningu um vörslusviptingu hrossa á bænum þriðjudaginn 22. nóvember. Flest hrossin voru í eigu viðkomandi umráðamanns, en ekki öll. Öðrum eigendum var gefinn kostur á að taka sín hross í eigin umsjá. Í samráði við settan bústjóra voru hrossin flokkuð 28. nóvember, undir eftirliti stofnunarinnar. Ákveðið var, í samráði við eigandann, að senda 55 hross til slátrunar.  


Getum við bætt efni síðunnar?